Són - 01.01.2009, Blaðsíða 140
HELGI SKÚLI KJARTANSSON140
rægikarl þó hún komi ekki fyrir í textum fyrr en síðar, en á frum-
málinu, grísku, merkir djöfull einmitt „rógberi“. Þessar orðsifjar má
draga saman eins og hér er sýnt:
6 Þá vitneskju gátu menn t.d. sótt til Ísidórs eða þeirra fjölmörgu höfunda sem
byggðu á alfræði hans, Etymologiae. (Hana má t.d. skoða á: http://penelope.uchica
go.edu/Thayer/L/Roman/Texts/Isidore/ – Isidorus Hispalensis, Textus Latinus ex
editione Oxoniensi 1911.) Í áttundu bók, „Um kirkjuna og klofningsflokka [sec-
tis]“, kafla 11, „Um goð heiðingja [gentium]“, fjallar Ísidór um þessi heiti, djöful í
grein 18 og Satan í grein 19. Segir þar m.a.: „Graece vero diabolus criminator
vocatur“ og „Satanas in Latino sonat adversarius“, þ.e. að djöfull merki „sakar-
áberi“ og Satan „andstæðingur“ (orðið andstæðingur er raunar bein eftirmynd latínu-
orðsins).
7 Um orðaforða kveðskapar á fornmáli er hér farið eftir vefnum Scaldic Poetry of the
Scandinavian Middle Ages, http://skaldic.arts.usyd.edu.au/ >Words.
Af heitunum fjórum eru Satan, djöfull (einnig í merkingunni „púki,
ári“) og andskoti vel þekkt úr fornmáli, rægikarl hins vegar ekki og er
því óljóst um aldur þess. Svo mikið er þó víst að lærðum mönnum á
kristna vísu hefur alla tíð verið ljóst hvað alþjóðaheitin merktu, djöf-
ull ekki síður en Satan,6 svo að þýðingin „rægikarl“ gæti þess vegna
verið gömul.
Í forn-íslenskum kveðskap7 kemur kölski, eins og fyrr segir, heldur
seint fram á sjónarsviðið. Þar finnst á einum stað heitið Satan (eða
Sátán eins og þarf að lesa bragarins vegna), djöfull einnig á einum stað
en fremur í merkingunni „púki“, hvort tveggja í ungum helgikvæðum
(Heilagra meyja drápu og Máríuvísum III). Andskota bregður fyrir,
bæði í dróttkvæðum og eddukvæðum, í almennu merkingunni „mót-
herji“, og á einum stað um kölska; mun það vera elsta dæmið um að
þeirrar persónu sé getið í bundnu máli íslensku.
Hér er Sturlu saga til frásagnar. Sögusviðið er Tunga (síðar Deild-
artunga) í Reykholtsdal vorið 1180. Jörðin var hluti af arfi sem þeir
deildu um, Páll prestur í Reykholti og Böðvar Þórðarson í Görðum á
Akranesi, goðorðsmenn og helstu höfðingjar í héraðinu. Böðvar hafði
latnesk
frummál mynd merking þýðing
Satan hebreska Satanas óvinur andskoti
djöfull gríska diabolus rógberi rægikarl
Fjögur heiti kölska á íslensku