Són - 01.01.2009, Blaðsíða 147
Kristján Árnason
Samspil máls og brags
í íslenskum kveðskap
Sagt frá rannsóknarverkefni
Á undanförnum árum hafa nokkrir fræðimenn unnið saman að rann-
sóknum á íslenskri bragfræði með aðferðum sem teljast kannski nokk-
urt nýnæmi í sögu íslenskrar óðfræði eða bragfræði, sem reyndar er
orðin býsna löng, þegar rakið er aftur til Háttalykils hins forna.
Ritstjórn Sónar hefur farið þess á leit við mig að greina stuttlega frá
þessu verkefni og er það mér einkar ljúft, og full ástæða til að kynna
þetta fyrir lesendum ritsins.
Heildarmarkmið
Markmið verkefnisins, eins og farið var af stað með það, er að skapa
grundvöll til rannsókna á brageinkennum íslenskra skáldskaparforma
með nútímalegum aðferðum og með hliðsjón af hugmyndum, sem
þróast hafa, ekki síst í málvísindum, um samband máls og brags.1
Rannsóknin beinist ekki síst að hljóðlegum þáttum bragformanna, en
einnig er sjónum beint að setningalegum einkennum. Heildarstefnan
er að draga saman mikið magn upplýsinga, sem muni geta varpað
ljósi á ýmsar spurningar varðandi þróun og einkenni kveðskapar-
formanna og málfræðilega og bókmenntalega þætti þeirra. Í enn víð-
ara samhengi er stefnt að því að bera einkenni og þróun íslensks
kveðskapar saman við þróun í öðrum löndum, ekki síst í Skandi-
navíu, en einnig á þýskri og enskri grund. Í fyrstu atrennu hefur
sjónum ekki síst verið beint að eddukvæðunum, sem þegar eru komin
inn í gagnagrunn, en einnig er komin af stað vinna við dróttkvæði og
rímur.
Auk þess sem þetta er áhugavert frá almennu málfræðilegu og
óðfræðilegu sjónarmiði, er þess vænst að þær upplýsingar, sem dregn-
1 Sbr. t.d. Halle & Keyser (1971), Kiparsky (1977), Fabb (2002), Fabb & Halle (2008).