Són - 01.01.2009, Síða 42

Són - 01.01.2009, Síða 42
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON42 verskum og japönskum ljóðum og svo fór að hann birti þær þýðingar í sérstökum bókum (1973 og 1976), sem hér hafa verið nefndar – að lokum komu þessar þýðingar svo út saman á einni bók, Ljóð úr austri, árið 1992. En tíu árum áður, 1982, hafði Helgi birt heildarsafn ann- arra ljóðaþýðinga sinna og nefndi þá bók Erlend ljóð frá liðnum tímum – stórt og glæsilegt safn ljóða úr ýmsum stað; í raun mikið ferðalag: við förum fyrst til Færeyja, þaðan til Noregs og áfram um Evrópu og Norður-Ameríku, til Austurlanda nær og endum á Indlandi.49 Í safn þeirra ljóða sem áður höfðu birst á bók hafa nú meðal annars bæst ljóð eftir Rilke, Keats, Eliot, Hóras og nokkur forngrísk skáld, auk flokks smáljóða eftir danska skáldið Piet Hein. Í þessum safnritum, annarsvegar ljóðunum frá Kína og Japan og hinsvegar Erlendum ljóðum frá liðnum tímum, birtist skýrar en fyrr sú skáldskaparmynd sem Helgi tók að draga upp um miðja tuttugustu öld og eftir það. Saman komin má segja að ljóðin feli jafnframt í sér andsvör við aðfinnslum sem fyrstu þýðingasöfn hans sættu. Þótt margir hafi frá upphafi tekið þýðingum Helga fagnandi höfðu aðrir sitthvað út á þær að setja. Ein harðyrtustu ummælin sneru raunar að lofsyrðum um Helga fremur en beinlínis að þýðingum hans. Helgi Sæmundsson skrifaði rit- dóm um Á hnotskógi í Alþýðublaðið 19. nóvember 1955 og fer lofsam- legum orðum um bókina og segir Helga vera „arftaka“ Magnúsar Ásgeirssonar. En þarna hitti hann á viðkvæman stað og þegar Hannes Sigfússon skáld skrifaði um bókina í Birting, viðurkennir hann að eigin- lega sé ritdómur hans um ritdóm Helga Sæmundssonar fremur en bók Helga Hálfdanarsonar. Magnús, sem dáður var fyrir þýðingar sínar, var nýlátinn fyrir aldur fram og Hannes spyr: „Er öndvegi Magnúsar þegar skipað? Er tap vort bætt að fullu? Hefur íslenzkri ljóðlist bætzt nýr snillingur jafnskjótt og meistarinn kvaddi?“ Dómur Hannesar dreg- ur dám af þeim átökum um atómskáldskapinn sem staðið höfðu yfir og hann kýs að svara eigin spurningum neitandi með fullyrðingum um að smekkur Helga sé „bundinn horfnum sjónarmiðum.“50 Í seinni tíð horfa þessi mál öðruvísi við. Það er ekkert eitt öndvegi í heimi þýðinga 49 Enda nefndi Kristján Árnason grein sína um þessa bók „Hnattferð með Helga“. Greinin birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 1983, en síðar í greinasafni Kristjáns, Hið fagra er satt, ritstj. Þorsteinn Þorsteinsson, Reykjavík: Bókmennta- fræðistofnun Háskóla Íslands 2004, bls. 308–319. 50 Hannes Sigfússon: ritdómur um Á hnotskógi, Birtingur, 4. hefti, 1955, bls. 40–42. Frá sjónarhóli atómskáldsins mætti raunar enn frekar segja að þýðingaraðferðir Magnúsar bæru vitni um „horfin sjónarmið“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.