Són - 01.01.2009, Blaðsíða 105
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 105
Einar drukknaði ásamt þremur mönnum í uppsiglingu úr fiski-
róðri á báti á Akranesi 10. mars 1880. Slysið sáu menn úr landi en
fengu ekkert að gert þótt báti væri hrundið fram til bjargar. Halldóra
kona hans horfði á slysið og varð skammlíf og lést tæpu ári síðar þrí-
tug að aldri.44 Tveir synir þeirra voru þá á barnsaldri. Þeir voru teknir
til fósturs og ólust upp hjá Guðmundi móðurbróður sínum á Valda-
stöðum í Kjós og konu hans, Katrínu Jakobsdóttur bónda á Valda-
stöðum, sem gengu þeim í foreldra stað.45
Ríman var ort árið 1870, Einar lauk við að skrifa hana 20. janúar
1871 og hún hefur ekki verið prentuð. Hún er 158 erindi og lipurlega
ort undir reglulegri nýhendu.46
Bygging rímunnar er hefðbundin. Hún hefst á mansöng (1–11) þar
sem skáldið ákallar fagra konu að bera fyrir sig skáldamjöðinn því að
nú þurfi það á öllum styrk að halda við yrkingarnar. Síðan kemur
venjubundin yfirlýsing um vanmátt skáldsins til að feta í spor skáld-
mæringa sem áður hafa fjallað um efnið. Engu að síður heldur skáldið
mundsdóttir (1891–1990) í Miðengi í Grímsnesi, við mig erindi og kallaði mig á
sinn fund. Þá fékk hún mér í hendur handrit að ljóðum Benedikts afa míns, sonar
Einars. Ég bjó þau síðar til prentunar í litlu fjölrituðu kveri í tilefni af ættarmóti í
Miðengi. Að því loknu gaf ég handritin Landsbókasafni. Þegar amma mín hafði
lokið þessu erindi vildi hún tala við mig í einrúmi og bað mig að halla aftur hurð-
inni. Síðan sagði hún mér að ég skyldi ekki trúa öllu sem sagt væri um framætt
mína. Þegar þau Halldór Ólafsson (1786–1813) og Ingigerður Stefánsdóttir
(1772–1829), foreldrar Jóns föður Einars, fóru úr vist frá Magnúsi Stephensen á
Leirá árið 1801, sama ár og Jón faðir Einars fæddist, hafi hann nefnilega „launað
þeim ríkulega fyrir trúmennskuna og komið undir þau fótunum,“ eins og hún
orðaði það. Fleira sagði hún ekki enda grandvör kona sem ekki var vön að fara
með fleipur. Henni fannst skylt að einhver vissi þetta ættarleyndarmál svo að hún
færi ekki með það í gröfina. Af þessu gat ég ekki ályktað annað en að Jón hefði
verið rangfeðraður og amma mín neitaði því svo sem ekki. Þar með var ég allt í
einu orðinn að stefánungi, að vísu talsvert útþynntum með blóði úr öðrum áttum,
hafi þetta verið rétt hermt hjá ömmu minni. Ég hef svo sem enga ástæðu til að
rengja hana, ekki síst þegar hugað er einnig að aldursmun Halldórs og Ingigerðar
enda slitnaði brátt upp úr sambandi þeirra.
44 Frá sjóslysinu segir í 32. árg. Þjóðólfs 23. mars 1880. Þar er Einari svo lýst: „Þar
drukknaði Einar Jónsson 33 ára [svo], nýtur maður í mörgu, greindur vel, bók-
námsmaður og skemmtinn, starfsamur og laglegur verkmaður, hann eptirskildi
ekkju, 2 börn og lítil efni.“
45 Sjá um framhald ættarsögunnar Bragi Halldórsson. „Um höfundinn og útgáfuna“,
bls. 3–7 og Bragi Halldórsson. „Ráðstöfun guðs á heimsláninu“, bls. 12–16.
46 Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir skrifaði í meistaraprófsritgerð sinni við Háskóla
Íslands 2004, „„Meyjar og völd.“ Rímurnar af Mábil sterku“, um að Einar hefði samið
sögu og söguendi upp úr rímunum sem vantar söguendi. Katrín Kristinsdóttir,
frænka mín, skrifaði einnig B.A. ritgerð við Háskóla Íslands 2006 um eina rímu
Einars: „„Vélar margan veröldin.“ Rímur af Kjartani Ólafssyni kveðnar af Einari Jónssyni
1880. Umfjöllun og útgáfa.“