Són - 01.01.2009, Blaðsíða 33

Són - 01.01.2009, Blaðsíða 33
Á HNOTSKÓGI 33 Einarssonar, en hann hafði þýtt nokkur leikrit skáldsins snemma á 20. öld og tvö þeirra rötuðu, fyrst Shakepeare-verka, á íslenskt svið. 1964 var einnig útvarpað Óþellóþýðingu Matthíasar Jochumssonar og Þjóðleikhúsið sviðsetti þýðingu hans á Hamlet, en auk þessara tveggja verka þýddi Matthías einnig Macbeth og Rómeó og Júlíu á sinni tíð. En 1964 verður ekki um villst að nýr íslenskur Shakespeare- þýðandi hefur stigið fram á sviðið; þrjár þýðingar hans eru leiknar það ár; Ofviðrið (The Tempest) í útvarpi, Þrettándakvöld hjá Leikfélagi Akureyrar, auk áðurnefndrar sýningar á Rómeó og Júlíu, þessa lykil- verks í ástarbókmenntum Vesturlanda. Þegar þetta gerðist var liðið nokkuð á annan áratug síðan Helgi tók að þýða leikrit Shakespeares. Í greininni „Shakespeare á Íslandi“ sem birtist í Skírni árið 1988 fjallar Helgi Hálfdanarson um íslenskar Shakespeare-þýðingar, þar á meðal eigin þýðingar.37 Hann segir frá því að 1951 hafi Lárus Pálsson leikari og leikstjóri beðið sig að þýða gamanleikinn As You Like It fyrir Þjóðleikhkúsið. Þýðing Helga var sviðsett 1952, fyrst Shakespeare-leikrita í Þjóðleikhúsinu. Hún var flutt aftur í Þjóðleikhúsinu árið 1996. As You Like It, eða Sem yður þókn- ast, byggist eins og fleiri leikrit Shakespeares á vensla- og tengslaneti, þar sem endurtekningar, víxlanir og misgrip skarast við mismunandi hlutverk, gervi og grímur persónanna. Friðrik nokkur hefur sölsað undir sig lönd hins réttmæta hertoga, bróður síns, sem er í útlegð í Arden-skógi þar sem í kringum hann hefur myndast nýtt samfélag. Þangað stefna, hvort í sínu lagi, kappinn Orlandó, sem einnig er fórnarlamb bróður-ofríkis, og dóttir hertogans, Rósalind, en þau hafa þó áður fengið mikla ást hvort á öðru. Í leikritum Shakespeares er leiktextinn af þrennu tagi: í fyrsta lagi prósi, semsé óbundið talmál; í öðru lagi upphafnara talmál í bundnu formi, nánar tiltekið „blank verse“ eða „stakhenda“, með fimm all- reglubundnum áhersluatkvæðum og í einstaka tilvikum endarími. Í þriðja lagi afmörkuð kvæði sem persónur mæla fram eða syngja. Öllu þessu er fyrir að fara í Sem yður þóknast. Söngljóðin þýðir Helgi eins og textinn leiki í huga hans og höndum og hið sama á við um prósann sem hér er oft þéttur, hraður og hnyttinn, einkum í samræðum Orlandós og Rósalindar þegar hann ber ekki kennsl á hana í dular- gervi og telur sig vera að ræða við kynbróður sinn. Þannig gefst henni 37 Helgi Hálfdanarson: „Shakespeare á Íslandi“, Skírnir. Tímarit Hins íslenska bókmennta- félags, 162. árg., haust 1988, bls. 246–255. Stytt gerð greinarinnar birtist í Molduxa, bls. 145–152.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.