Són - 01.01.2009, Blaðsíða 148
KRISTJÁN ÁRNASON148
ar verða saman og túlkaðar með aðferðum tölfræði, hljóðkerfisfræði,
setningafræði og bragfræði, geti varpað ljósi á ýmis bókmenntasögu-
leg vandamál. Þannig verður til dæmis fróðlegt að bera saman ein-
kenni einstakra verka (kvæða og vísna) og kann það að leiða til til-
gátna eða niðurstaðna varðandi aldur og höfundareinkenni verk-
anna, sem vissulega geta haft bókmenntasögulega þýðingu. Svo ekki
sé minnst á eilífðarspurningar eins og þá hvort Egill hafi ort allt það
sem honum er eignað.2
Hvað eddukvæðin varðar verður til dæmis unnt að bera upplýs-
ingar, sem fást með þessari rannsókn, saman við verk Bjarne Fidje-
støl, sem miðaði að því að gera rannsókn á einkennum eddukvæða,
m.a. með það í huga að reyna að tímasetja einstök kvæði. Því verki
var ekki lokið af hálfu höfundar, en hann hafði leitast við að beita töl-
fræðilegum rökum með því að vísa til tíðni tiltekinna bragfræðilegra
og mállegra einkenna, sem t.d. höfðu verið rannsökuð af Hans Kuhn.
Má þar nefna svonefnd Kuhns-lögmál, sem Kuhn taldi að sýndu mun
milli kvæða sem fjalla um erlend efni (Fremdstofflieder, s.s. Atlakviðu) og
kvæða sem fjalla um innlent efni (t.d. Þrymskviðu), en einnig notkun
fylliorðsins of/um og stuðlun við v á undan r. Þess er vænst að upp-
lýsingar úr þessari rannsókn muni geta varpað ljósi á þessa þætti, eins
og vikið verður að hér á eftir.3
Auk undirritaðs hafa allmargir fræðimenn tengst þessu verkefni
með einum eða öðrum hætti, meðal annars tveir ritstjórar Sónar, Þórð-
ur Helgason og Kristján Eiríksson. Um þessar mundir eru það helst
Bjarki M. Karlsson, Þórhallur Eyþórsson, Haukur Þorgeirsson, Heim-
ir Freyr Viðarsson, Eiríkur Kristjánsson og Inga Rósa Ragnarsdóttir
sem leggja verkinu lið. Auk þess tengjast þessar rannsóknir doktors-
verkefni Ragnars Inga Aðalsteinssonar, sem snýst um sögu stuðlasetn-
ingar í íslenskum kveðskap.4
Gagnagrunnurinn Greinir
Til verkefnisins hafa fengist styrkir frá Rannsóknasjóði Háskóla Ís-
lands og frá Rannís. Á árinu 2008 fékkst Rannís-styrkur undir fyrir-
sögninni Bragkerfi, setningakerfi og hljóðkerfi í eddukvæðum (verkefnisstjóri
Kristján Árnason), og við úthlutun 2009 fékkst þriggja ára styrkur
2 Sbr. t.d. Jónas Kristjánsson (2006).
3 Fidjestøl (1999), Kuhn (1933).
4 Sbr. t.d. Ragnar Ingi Aðalsteinsson (2004, 2009).