Són - 01.01.2009, Blaðsíða 88

Són - 01.01.2009, Blaðsíða 88
BRAGI HALLDÓRSSON88 Elskendurnir ná að lokum saman og faðmast í haugnum (46) eins og hjá Guðrúnu. Rímur af Hjálmari hugumstóra eftir Hallgrím „lækni“ Jónsson Hallgrímur (1787–1860) fæddist í Borgargerði í Laufássókn í Eyjafirði en ólst upp í foreldrahúsum að Lómatjörn í sömu sveit. Hann fluttist um tvítugt til Skagafjarðar og var orðinn bóndi árið 1816 á Keldum í Sléttuhlíð, þá kvæntur fyrri konu sinni. Hallgrímur þótti gleðimaður, ölkær og kvenhollur. Kvennamál hans voru tíðum milli tannanna á fólki enda átti hann börn utan hjónabands. Í rímum verður honum oft tíðrætt um kvenfólk og sam- band sitt við konur. Um ævina fékkst Hallgrímur við lækningar og þótti happasæll sem læknir þótt hann hefði ekkert lært til þess starfs. Viðurnefni sitt hlaut hann fyrir þær sakir. Hann átti risjótta ævi, var löngum í fjárkröggum og bjó á ýmsum bæjum í Skagafirði og þar andaðist hann. Hann átti oft í brösum við sveitunga sína en um það efni hefur Margeir Jónsson skrifað í 4. bindi Blöndu. Í lífanda lífi komu út á prenti þrennar rímur Hallgríms og árið 1856 einn bæklingur, Lítil hústafla heilbrigðinnar eður fáeinar lifnaðarreglur og athugasemdir um meðhöndlun lífsins og heilsunnar. Flestar rímur hans og kvæði eru til í fjölda handrita og nutu vinsælda.29 Rímurnar af Hjálmari voru ortar árið 1857, prentaðar á Akureyri árið 1859 og endurútgefnar í Reykjavík árið 1909. Þær eru sjö talsins, alls 703 vísur. Hallgrímur nálgast hetjusöguna með allt öðrum hætti en fyrri skáld og því verður fjallað allítarlega um rímurnar. Í formála fyrri útgáfu, sem er sleppt í síðari útgáfu, gerir hann grein fyrir eftir hvaða sögu hann yrkir. Þar segist hann hafa Hjálmars sögu sem fyrirmynd.30 Fyrst greinir hann frá að sagan hafi lengi hrakist um á Vesturlandi. 29 Sjá nánar um Hallgrím: Finnur Sigmundsson. Rímnatal II:60–61 og mun ítarlegar Finnur Sigmundsson. „Formáli“, bls. xxv–xxvii. 30 Ekki hefur mér tekist að finna handrit þessarar sögu í handritasöfnum. Samt er ekki útilokað að handrit hennar leynist einhvers staðar nema þá og því aðeins að Hallgrímur noti söguna sem bragð til að auka tiltrú á rímunum. Í útgáfum Bilbergs 1690, Peringskiölds 1700 og Nordins 1774 er einhver Hjálmars saga sem þýdd var á latínu og sænsku. Hallgrímur kann að hafa haft undir höndum handrit í ætt við handritin sem voru lögð til grundvallar sænsku útgáfunum. Hér verður ekki greitt úr þessu vandamáli enda er það ekki helsta viðfangsefni greinarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.