Són - 01.01.2009, Blaðsíða 158
KRISTJÁN ÁRNASON158
sem tengjast setningagerð og orðaröð. Meðal þess sem spurt verður
um er með hvaða hætti og af hvaða ástæðum orðaröðin í kveðskap er
önnur en í lausu máli. Eldri fræðimenn eins og Hans Kuhn og
William Craigie héldu því fram að orðaröðin í eddukvæðum og drótt-
kvæðum mótaðist að hluta til af hljóðkerfislegum aðstæðum, þannig
að ólíkar orðmyndir (t.d. sagnorð og nafnorð) hegðuðu sér ólíkt hvað
varðar stöðu í risum og hnigum.11 Þessi lögmál hafa verið tengd
nöfnum fræðimannanna, svo talað er um Kuhns-lögmál og Craigies-
lögmál. Á grundvelli þessara „lögmála“ hafa síðan verið settar fram
röksemdir um aldur kveðskapar, sbr. röksemdir Jónasar Kristjáns-
sonar fyrir því að Höfuðlausn geti verið eftir Egil Skallagrímsson,
sem byggir m.a. á því að Craigies-lögmál gildi þar.12 Markmið verk-
efnisins er m.a. að kanna nánar hvernig þessi „lögmál“ hegða sér,
hversu traust þau eru, og hvernig þau tengjast ólíkum bragformum.
Og stærsta spurningin er hvernig stendur á þeim, þ.e. hvernig má
útskýra þau með tilvísun til mállegra og braglegra lögmála.
Ein meginspurningin varðar orðaröð í dróttkvæðum. Því er stund-
um haldið fram að orðaröð í dróttkvæðum vísum sé algerlega frjáls.
Þótt það sé engan veginn svo ríkir þar býsna mikið frelsi, og þá vakn-
ar spurningin um hversu mikið frelsið sé og hvers eðlis takmarkanir
þess séu, t.d. varðandi stöðu sagnar í braglínu eða vísuhelmingi.
Ekki er tímabært að greina frá beinum niðurstöðum, enda verk-
efnið enn í gangi. Sem dæmi um fróðlega tölfræði, sem varpað getur
ljósi á einkenni ólíkra kvæða og kveðskaparflokka, má þó nefna að í
Þrymskviðu er meðalfjöldi atkvæða í stuttlínu u.þ.b. 4,4, en í Atla-
kviðu er hann u.þ.b. 5,5. Ólíklegt er að þessi munur sé háður tilviljun,
og þegar þessi tölfræðilegi munur er tengdur öðrum upplýsingum,
svo sem því að nærri 50% langlína í Atlakviðu hafa þrjá ljóðstafi en
innan við ein af hverjum 25 í Þrymskviðu, vakna spurningar um
hvort eðlilegt sé að tala um eitt og sama bragformið eins og venja er.
Þá má auðvitað spyrja hvort þetta geti verið vísbending um misjafnan
aldur.
Annað dæmi um árangur og niðurstöður vinnunnar á þessu ári,
auk gagnagrunnsins, sem nú er kominn vel á veg, má geta þess að
komin er út bók hjá forlaginu Peter Lang þar sem birtast valdir fyrir-
11 Kuhn (1933), Craigie (1900).
12 Sbr. Jónas Kristjánsson (2006), Kristján Árnason (2009) dregur í efa almennt gildi
Craigies-lögmáls í kviðuhætti og runhendu með sams konar hrynjandi (þ.e.
tveggja risa línum), þótt vissulega finnist ekki dæmi sem stríða gegn því í
Höfuðlausn, eins og Jónas bendir á.