Són - 01.01.2009, Blaðsíða 126

Són - 01.01.2009, Blaðsíða 126
BRAGI HALLDÓRSSON126 best við, því ég er ekki hugumstór.“59 Hætt er við að þessi vísun fari fyrir ofan garð og neðan hjá nútímalesendum. Niðurstöður Helstu niðurstöður mínar eru að samfellt flæði hafi verið í sagnaheimi hetjusögunnar um Hjálmar hugumstóra allt frá elstu tímum fram á miðja 20. öld. Framan af voru skáldin allnokkuð bundin af því að fylgja annaðhvort Hervarar sögu og Heiðreks konungs eða Örvar-Odds sögu í meginatriðum. Þau hikuðu samt ekki við að hnika til röð atburða og bæta inn atriðum (einkum ýkjukenndum bardagalýsingum og sam- tölum) ef þeim þótti það henta betur þeirra frásögn. Bólu-Hjálmar reið hins vegar á vaðið með því að taka einvörðungu út þátt Hjálmars hugumstóra, yrkja um hann og laga efnið að vild í hendi sér. Eftir það tók rímnakveðskapur um efnið miklum breytingum á 19. öld og varð fyrir talsverðum áhrifum frá rómantískum skáldskap 19. aldar. Guðrún Þórðardóttir, sem var eina konan sem orti um efnið, varð aftur á móti fyrst til að draga fram þátt Ingibjargar konungsdóttur og ljá henni líf og sjálfstæða rödd innan hetjusögunnar. Fram til hennar tíma hafði Ingibjörg staðið afskipt í skugga hetjunnar. Framlag Guð- rúnar hafði mikil áhrif á ýmis önnur skáld sem fetuðu í fótspor henn- ar. Sömu sögu má segja um rímu Sigurðar Bjarnasonar sem greinilega var ekki ósnortinn af rómantískum skáldskap samtíðar sinnar. Þegar leið á öldina tók sögnin um Hjálmar og Ingibjörgu þannig smám saman að lifa sjálfstæðu lífi óháð fornaldarsögunum tveimur. Eitt skáld nam af öðru og vel má greina tengslanet milli þeirra þegar þau vitna í heimildir sínar og fyrri skáld sem ort höfðu um efnið. Rímnaskáldin áttu þó í vök að verjast vegna þess að þau áttu óhægt um vik að koma verkum sínum á framfæri á prenti. Hefðin sem slík varð því að mestu að reiða sig á gamalgróna handritamiðlun. Auk þess sættu rímnaskáldin iðulega miklu ámæli fyrir að iðka hina fornu skáldskapargrein. Þess vegna reyndu þau mörg hver að blása nýju lífi í hefðina og laga sig að nýjum tímum. Því ríkti alls ekki stöðnun í rímnakveðskap eins og stundum er haldið fram í yfirlitsritum um bókmenntasögu. Hefðbundin bygging rímna með kaflaskiptingu í mansöng, efni sögunnar og lokaorð vék fyrir nýjum efnistökum hjá mörgum skáldum. Rímnahefðin hlaut þó að lokum að lúta í lægra 59 Tilv. er fengin úr Napóleon Bónaparti og tólf aðrar smásögur 1880 –1960, bls. 45, sem Guðmundur Andri Thorsson sá um útgáfu á í Reykjavík árið 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.