Són - 01.01.2009, Blaðsíða 38
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON38
línis að því að skapa samhengi og forsendur fyrir greiðari viðtökum
þeirra í íslensku menningarlífi. Þetta gerði hann með þeim skýringum
sem hann lét fylgja þýðingum sínum og með fjölda greina í dag-
blöðum og tímaritum – hann skrifaði meðal annars sérstakar greinar
um flutning bundins máls í leikritum Shakespeares. Sumt af þessu
efni birtist síðar í greinasafni Helga, Molduxa (1998). Um miðjan
áttunda áratuginn tók Helgi að birta í Tímariti Máls og menningar þýð-
ingar sínar á köflum úr kunnri bók um leikritin: Shakespeare á meðal vor
eftir Jan Kott. Þeim þýðingum Helga hefur verið safnað á bók sem
væntanleg er síðla árs 2009.42 Þá tók Helgi saman ýmsar lykil-
tilvitnanir í leikrit Shakespeares og birti í bókini Veröldin er leiksvið árið
1996, en áður hafði hann skrifað sögur eftir tíu leikritum Shake-
speares og birt í bókinni Á slóðum Vilhjálms, sem birtist árið 1993 og
áður var vitnað til. Þessar sögur, á kliðmjúku og fallegu máli Helga,
eru tilvaldar fyrir þá sem vilja fá notalegan inngang í heim leikrit-
anna. En hápunkturinn í miðlunarstarfi Helga, fyrir utan sjálfar bók-
menntaþýðingarnar, eru lokaorð hans í inngangi heildarsafns leikrit-
anna, semsé í fyrsta bindinu frá 1982. Hér má eiginlega heyra þrjár
raddir í einni; bera má kennsl á brot úr valinkunnum textum enska
meistarans, en reyndar eins og þeir birtast í þýðingu Helga; í þriðja
lagi stendur þessi þýðandi upp frá verki sínu og nemur allt við-
fangsefnið sem í sjónhendingu:43
Skáldið mikla, William Shakespeare, var þegn sinnar þjóðar og
barn síns tíma svo sem bezt má verða; en hann er dáður og
hylltur um heim allan, fremur nú en nokkru sinni fyrr. Þó hátt
sé liðið á fjórðu öld síðan hann brá á loft sprota snilldar sinnar,
á hann enn jafn-brýnt erindi við hvert mannsbarn; því hjörtu
mannanna eru söm við sig, og þar á hann sér vígðan vettvang.
Sá sem gengur til móts við hann, kennir augnaráð hans á hug
sínum, finnur sjónir hans líða um leyndustu fylgsni sálar sinnar
og lokka fram í sviðsljósið þann sannleik sem þar fer huldu
höfði. Sá sem fylgir honum eftir, hvort sem hann svífur um
bláan himin ástar og unaðar, eða kafar rautt vítismyrkur angist-
ar og haturs, er djúptækri reynslu ríkari; sá sem sér honum
42 Þýðingin á Kott mun birtast í flokki Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags.
43 Helgi Hálfdanarson: „Fáein orð um Shakespeare og samtíð hans“, í: William
Shakespeare: Leikrit I, þýð. Helgi Hálfdanarson, Reykjavík: Almenna bókafélagið
1982, bls. 7–26, tilv. á bls. 25–26.