Són - 01.01.2009, Blaðsíða 165
SKALDIC POETRY OF THE SCANDINAVIAN MIDDLE AGES 165
short to give aðalhending with sign-, but in 54/1 the poet accords it its
normal long <í>“3. Við skoðum þá vísu 54 og finnum línuna Tíu
þúsundir tígnar meyja. Orðið tígnar tekur þarna ekki þátt í aðalhendingu
svo að það er ekkert í bragreglunum sem sker úr um stofnsérhljóðið.
Lesandinn gerir sér þá ef til vill í hugarlund, miðað við fyrri fullyrð-
inguna, að handritið sem farið er eftir geri greinarmun á /i/ og /í/ og
að hér standi í því tákn fyrir hið síðarnefnda. En sá sem gerir sér leið
í vefútgáfuna til að staðfesta þennan skilning kemst að því að hann er
rangur – handritið gerir engan slíkan greinarmun.
Í formála sjöunda bindisins segja útgefendur okkur að ætlunin sé
að samræmd stafsetning 14. aldar kvæða í útgáfunni sé samkvæmari
sjálfri sér og í betra samræmi við mál 14. aldar en raunin var í útgáfu
Finns (bls. lxvii). Þetta er göfugt markmið en því miður hefur það að
mestu leyti mistekist. Gamlar myndir er víða að finna innan um
ungar og langt því frá að fulls samræmis sé gætt. Skulu hér nokkur
dæmi gefin. Í Gyðingsvísum koma fyrir orðmyndirnar Hamðis og støkkvir
sem ekki eru í samræmi við mál 14. aldar eða stafsetningarstefnu
útgáfunnar. Af öðrum orðmyndum, sem eru í ósamræmi við stafsetn-
ingarstefnuna, má nefna hit (bls. 648), fylgðarmenn (bls. 623), skelfður
(bls. 961), sæmð (bls. 620) en annars alltaf sæmd í sama kvæði, fælði og
strengt eru saman í vísu á bls. lv sem er svo á bls. 894 með annarri
stafsetningu, fældi og streingt. Orðið sem nú er ritað hvorki kemur
þrisvar sinnum fyrir en er aldrei stafað eins heldur ýmist hvorki (bls.
586), hvörki (bls. 642) eða hvárki (bls. 917).
Ýmiss konar sérkennilegt misræmi skýtur upp kollinum. Í Lilju er
fjandi alltaf skrifað með a nema í vísu 23 en þar kemur fyrir vísuorðið
bandi riett ins nezta fjánda (bls. 589). Ekki veit ég hvers vegna út-
gefandinn notar á einmitt þegar orðið er rímbundið við and. Að sama
skapi er skrýtið að orðið drottinn er alltaf skrifað með o nema í vísu 16
þar sem það er rímbundið við ótt. En í vísu 75 er það einnig rím-
bundið við ótt en er þó skrifað með o. Hefði ekki verið eðlilegra að
skrifa dróttinn út í gegnum kvæðið þar sem orðið er tvisvar rímbundið
með ó en aldrei með o?
Það er meinlaust, en þó dálítið álappalegt, þegar ekki er sama
stafsetning á samantektinni og vísunni sjálfri. Svo að dæmi séu tekin
úr Lilju stendur á tveimur stöðum lyftum í vísu en lyptum í samantekt
hennar (vísur 50 og 57). Í einni vísu (60) stendur að í vísu en at í
3 „Hér er stofnsérhljóðið í tignar ,lofar‘ stutt til að gefa aðalhendingu við sign-, en í
54/1 gefur skáldið orðinu sitt venjulega langa <í>“, bls. 922.