Són - 01.01.2009, Blaðsíða 43
Á HNOTSKÓGI 43
fremur en í bókmenntasögunni almennt. Helgi skipar annað öndvegi
en Magnús, en hvor stendur með sínum hætti á mikilvægum landa-
mörkum hefðar og nútíma, þótt menn hafi í hita leiksins stundum látið
eins og hefðbundin vinnubrögð væru „horfin“.
Í jákvæðum ritdómi um fyrstu þýðingabók Helga, Handan um höf,
hafði Drífa Viðar sagt að hún saknaði „einna mest nútímans í þessum
ljóðaþýðingum Helga Hálfdanarsonar og dálítillar kímni.“51 Skorti
kímni í þessari fyrstu bók, er deginum ljósara að Helgi átti eftir að
bæta úr því, bæði í ljóðaþýðingum og ekki síst í Shakespearetúlkunum
sínum. Það er rétt hjá Drífu að í Handan um höf fer ekki mikið fyrir
skáldskap sem helst hefur verið talinn varða braut nútímaljóðsins frá
því um miðja nítjándu öld og fram á miðja þá tuttugustu. Úr þessu
bætti Helgi rækilega í bókinni Á hnotskógi tveimur árum síðar, því þar
eru Whitman, Rilke, Pound og Eliot komnir til skjalanna, auk þess
sem benda má á að tjáningarháttur japönsku ljóðanna kallast mjög á
við nútímaform vestrænnar ljóðlistar. Helgi virðist þó hafa verið
óþarflega viðkvæmur fyrir gagnrýni í þessa veru, því að áratugum
síðar lætur hann svo um mælt að hann hafi „að mestu látið hreinrækt-
uð „nútímaljóð“ í friði [...]. Nógu margar eru eyðurnar frá fyrri
tímum.“52 Raunin er hinsvegar sú að þegar Helgi tekur að birta
þýðingar eru einnig margar „eyður“ frá síðustu hundrað árum – og
þar vann hann þarft verk sem víðar, enda með afbrigðum fjölhæfur.
Alvarlegasta gagnrýnin sem fram kom á fyrstu bækur Helga
tengist einmitt fjölhæfni hans. Í ritdómi um Undir haustfjöllum segir
Baldur Ragnarsson að í þessari bók, eins og hinum fyrri, sé „tæt-
ingslegt val ljóða úr flestum heimshornum án nokkurrar megin-
stefnu“, bókina skorti „tilfinnanlega þá uppbyggilegu alvöru, sem
aðeins fæst með samræmdum heildarsvip.“53 Í dómi um Á hnotskógi
lofar Jóhann Hannesson gildi einstakra þýðinga Helga en segir
ljóðavalið „handahófskennt“ og „frumkvæðin mjög misjöfn að gæð-
um og enginn heildarsvipur á efni bókarinnar.“54
Þótt segja megi að Helgi leiti víða fyrir sér í sínum fyrstu ljóða-
51 Drífa Viðar: ritdómur um Handan um höf, Tímarit Máls og menningar, 1. hefti,
1954, bls. 106–108, tilv. á bls. 108.
52 Helgi Hálfdanarson: „Halakleppur“, í bókinni Í skugga lárviðar. Þrjátíu ljóð eftir
Hóras, þýð. Helgi Hálfdanarson, Reykjavík: Vaka-Helgafell 1991, bls. 79.
53 Baldur Ragnarsson: ritdómur um Undir haustfjöllum, Tímarit Máls og menningar, 2.
hefti, 1961, bls. 149–152, tilv. á bls. 149 og 150.
54 Jóhann Hannesson: „Það sem hægt er, gerir hann af afburða snilld“ (ritdómur um
Á hnotskógi), Nýtt Helgafell, 1. hefti, 1956, bls. 204–206, tilv. bls. 204–205.