Són - 01.01.2009, Page 43

Són - 01.01.2009, Page 43
Á HNOTSKÓGI 43 fremur en í bókmenntasögunni almennt. Helgi skipar annað öndvegi en Magnús, en hvor stendur með sínum hætti á mikilvægum landa- mörkum hefðar og nútíma, þótt menn hafi í hita leiksins stundum látið eins og hefðbundin vinnubrögð væru „horfin“. Í jákvæðum ritdómi um fyrstu þýðingabók Helga, Handan um höf, hafði Drífa Viðar sagt að hún saknaði „einna mest nútímans í þessum ljóðaþýðingum Helga Hálfdanarsonar og dálítillar kímni.“51 Skorti kímni í þessari fyrstu bók, er deginum ljósara að Helgi átti eftir að bæta úr því, bæði í ljóðaþýðingum og ekki síst í Shakespearetúlkunum sínum. Það er rétt hjá Drífu að í Handan um höf fer ekki mikið fyrir skáldskap sem helst hefur verið talinn varða braut nútímaljóðsins frá því um miðja nítjándu öld og fram á miðja þá tuttugustu. Úr þessu bætti Helgi rækilega í bókinni Á hnotskógi tveimur árum síðar, því þar eru Whitman, Rilke, Pound og Eliot komnir til skjalanna, auk þess sem benda má á að tjáningarháttur japönsku ljóðanna kallast mjög á við nútímaform vestrænnar ljóðlistar. Helgi virðist þó hafa verið óþarflega viðkvæmur fyrir gagnrýni í þessa veru, því að áratugum síðar lætur hann svo um mælt að hann hafi „að mestu látið hreinrækt- uð „nútímaljóð“ í friði [...]. Nógu margar eru eyðurnar frá fyrri tímum.“52 Raunin er hinsvegar sú að þegar Helgi tekur að birta þýðingar eru einnig margar „eyður“ frá síðustu hundrað árum – og þar vann hann þarft verk sem víðar, enda með afbrigðum fjölhæfur. Alvarlegasta gagnrýnin sem fram kom á fyrstu bækur Helga tengist einmitt fjölhæfni hans. Í ritdómi um Undir haustfjöllum segir Baldur Ragnarsson að í þessari bók, eins og hinum fyrri, sé „tæt- ingslegt val ljóða úr flestum heimshornum án nokkurrar megin- stefnu“, bókina skorti „tilfinnanlega þá uppbyggilegu alvöru, sem aðeins fæst með samræmdum heildarsvip.“53 Í dómi um Á hnotskógi lofar Jóhann Hannesson gildi einstakra þýðinga Helga en segir ljóðavalið „handahófskennt“ og „frumkvæðin mjög misjöfn að gæð- um og enginn heildarsvipur á efni bókarinnar.“54 Þótt segja megi að Helgi leiti víða fyrir sér í sínum fyrstu ljóða- 51 Drífa Viðar: ritdómur um Handan um höf, Tímarit Máls og menningar, 1. hefti, 1954, bls. 106–108, tilv. á bls. 108. 52 Helgi Hálfdanarson: „Halakleppur“, í bókinni Í skugga lárviðar. Þrjátíu ljóð eftir Hóras, þýð. Helgi Hálfdanarson, Reykjavík: Vaka-Helgafell 1991, bls. 79. 53 Baldur Ragnarsson: ritdómur um Undir haustfjöllum, Tímarit Máls og menningar, 2. hefti, 1961, bls. 149–152, tilv. á bls. 149 og 150. 54 Jóhann Hannesson: „Það sem hægt er, gerir hann af afburða snilld“ (ritdómur um Á hnotskógi), Nýtt Helgafell, 1. hefti, 1956, bls. 204–206, tilv. bls. 204–205.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.