Són - 01.01.2009, Side 143

Són - 01.01.2009, Side 143
AÐ KENNA KÖLSKA 143 o.s.frv. Þannig á litið hafði Loki verið eins konar Satan í goðheimum, og vill Snorri að skáldin nefni hann í samræmi við það: „Hvernig skal kenna Loka? … bölvasmiður, hinn slægi ás, rægjandi og vélandi goð- anna, ráðbani Baldurs ….“12 Loks var hægt, og langeðlilegast eftir kristinni hefð, að sjá í heiðn- inni illt eitt; hún sé í rauninni ekki annað en blekkingavefur kölska. Þá var það Óðinn sjálfur sem gjarna mátti minna á Satan. „Einn veld- ur Óðinn / öllu bölvi / því að með sifjungum / sakrúnar bar,“ er afsökun launmorðingjans í Helga kviðu Hundingsbana. „Hvað skal hans tryggðum trúa?“ spyrja sjálf Hávamál, og gildir þá einu hve dýran eið hið brigðula goð hefur unnið. Þar13 er fólki einnig ráðlagt, í hans nafni, að „gjalda lausung við lygi“. Þá hafði Óðinn, að vitni Lokasennu, lagt í vana sinn að gefa „hinum slævurum sigur“. Ásökun sem kvæðið lætur hann ekki bera á móti þó hann svari með gagn- ásökun í næstu vísu – rétt eins og Hvamm-Sturla ráðlagði tengda- föður sínum að svara stefnum í sömu mynt og hirða ekki um réttmæti málstaðarins. Ekki furða þótt óvinum Sturlu dytti í hug að bendla hann við goð lyga, blekkinga og kaldra ráða. Að líkjast Óðni og lúta leiðsögn kölska, þar var skylt skeggið hökunni. Um að leggja þá að líku er eitthvert skýrasta dæmið frá Oddi Snorrasyni, latínuhöfundi, presti og munki sem einmitt var samtímamaður Jóns skálds. Hann segir á einum stað þjóðsögu af Ólafi Tryggvasyni þar sem Óðinn sjálf- ur kemur í dulargervi á fund konungs til að vinna lymskulegt illvirki sem þó verður ekki framgengt. Leggur Oddur konungi í munn þá skýringu „að fjandinn hefir brugðist í líki Óðins og vildi blekkja oss“.14 Eins og títt er um dróttkvæðin er ekki alveg gefið hvernig vísa Jóns á að raðast saman. Sá sem „stendur fyrir (= í vegi fyrir) réttindum“, þ.e. hindrar framgang réttvísinnar, það getur verið „karlinn“ eða Sturla. Og sá sem er sagður „orðslægur“ í fjórðu línu, það gæti verið andskotinn í þriðju línu, „hann“ (þ.e. Sturla) í annarri línu eða „karl- inn“ í þeirri fyrstu. Eins og háttað er stíl dróttkvæðaskálda er allt eins 12 Skáldskaparmál, 16. kafli. 13 Reyndar ekki í sama kvæðishluta, en Hávamál verður að líta á sem safn eða sam- steypu efnis sem ekki er nema sumt frá upphafi tengt Óðni. Safnandinn hefur þó talið við hæfi að kenna það allt við hann. 14 Færeyinga saga. Óláfs saga Tryggvasonar eptir Odd munk Snorrason (Íslenzk fornrit XXV, útg. Ólafur Halldórsson), (Reykjavík, Hið ísl. fornritafélag, 2006), bls. 249–253, tilv. bls. 253 (fært til nútímaritháttar). Í annarri gerð sögunnar (neðri texti á sömu bls., sjá einkum bls. 249) er enn meira gert úr því að þarna hafi kölski sjálfur verið á ferð, en hæpið er að rekja það til Odds eða samtíðar hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.