Són - 01.01.2009, Blaðsíða 95
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 95
alþýðuskálda sem Ísland hefur alið“33 en Snæbjörn annaðist 4. útgáfu
rímunnar af Hjálmari og Ingibjörgu, og þá vönduðustu, árið 1934.
Hann gaf einnig út Ljóðmæli Sigurðar árið 1941.
Víst er að ríma Sigurðar var ein allra vinsælasta ríman um Hjálmar
og Ingibjörgu á 19. öld. Næstar henni að vinsældum voru ríma Bólu-
Hjálmars og Hjálmarskviða eftir Brynjólf Oddsson. Ríma Sigurðar var
ort skömmu fyrir 1860 og gefin út í Reykjavík árið 1865, einmitt af
fyrrnefndum Brynjólfi sem fjallað verður um síðar. Ríman kom út
öðru sinni í Reykjavík 1890. Tvívegis kom hún út í Vesturheimi, í
Winnipeg 1898 og Wynyard 1911, og þá áttu systkini Sigurðar veg
og vanda að útgáfunum en þau höfðu flust til Vesturheims ásamt
foreldrum sínum. Ríman er 230–232 vísur eftir því við hvaða útgáfu
er miðað.
Þótt Sigurður létist ungur náði hann að sjá einar rímur sínar á
prenti, Rímur af Bæringi fagra, sem komu út á Akureyri árið 1859, en
Ríma af Hjálmari og Ingibjörgu kom út sama ár og hann fórst og því
hæpið að hann hafi séð þá útgáfu. Auk þess komu síðar út Rímur af
Án bogsveigi (Winnipeg 1919) en Rímur af Sörla sterka, sem ortar voru
árið 1862, og Ríma af Pýramus og Thisbe hafa ekki verið prentaðar.
Síðarnefndu rímuna orti Sigurður á átjánda ári út frá efni í Ummynd-
unum Óvidíusar og fetar þá sömu slóð og sjálfur Shakespeare.
Skáldfrægð Sigurðar hefur umfram allt hvílt á rímu hans um
Hjálmar og Ingibjörgu en hann var greinilega ekki ósnortinn af skáld-
skap rómantísku skáldanna. Eftir lestur á þýðingu Steingríms Thor-
steinssonar á Axel eftir Tegnér orti hann lofkvæði til Steingríms og
Tegnérs34 og í ýmsum kvæðum Sigurðar getur einnig að líta ljóðræna
náttúruskynjun í anda rómantískra skálda samtíðarinnar. Þótt ríma
Sigurðar sverji sig í ætt við hefðbundinn rímnakveðskap að miklu
leyti (hvað varðar beitingu skáldamáls) eru það samt ljóðrænar lýs-
ingar hans á ástum Hjálmars og Ingibjargar sem án efa hafa átt ríkan
þátt í vinsældum hennar á síðari hluta 19. aldar. Hér er því róman-
tíkin farin að láta verulega á sér kræla innan rímnahefðarinnar. Svo
vinsæl varð ríman að sagt var að fjöldi fólks í Borgarfirði og sjálfsagt
víðar hafi kunnað hana utan að.
Ríman hefst á hógværum mansöng (1–7).35 Þar kemur fram að
efnið sækir Sigurður fremur í rímur fyrri skálda en fornaldarsögurnar
33 Sama rit, bls. 10.
34 Sama rit, bls. 21.
35 Vísnanúmerin eiga við ofangreinda útgáfu frá 1934.