Són - 01.01.2009, Blaðsíða 156
KRISTJÁN ÁRNASON156
Eins og fram hefur komið er sá texti Konungsbókar eddukvæða,
sem fékkst frá Árnastofnun, flettugreindur (lemmaður) og með mál-
fræðilegum upplýsingum, og hvað eddukvæðin varðar gengur verk-
efnið, sem hér um ræðir, út á að bæta inn upplýsingum um setn-
ingaformgerð, greina frumlög og andlög, gerðir sagnliða og nafnliða
o.s.frv.
Setningafræðileg greining kveðskaparins er ekki síst flókin vegna
þess að oft er orðaröð þar með öðrum hætti en í óbundnu máli. Þetta
á við um eddukvæðin og rímurnar, og svo sem kunnugt er enn frekar
um dróttkvæðin. Meðal annars vegna þessa hefur verið ákveðið að
skrá setningafræðilegar upplýsingar með vísun til svokallaðrar „de-
pendency grammar“, sem ef til vill mætti kalla stigvenslamálfræði.
Þessi aðferð við setningagreiningu leggur ekki upp úr því að gera
grein fyrir venslum orða í setningum með trjám sem endurspegla
orðaröð. Tengsl orða eru greind eftir stigvenslum en ekki orðaröð
eða stofnhlutum. Sambönd orðanna eru skilgreind eftir því hvernig
eitt orð „stýrir“ öðru (t.d. forsetning nafnorði, sögn andlagi og
lýsingarorð nafnorði). Þess konar greining hentar vel þar sem orða-
röð er ekki föst, og með því móti má greina dróttkvæðar vísur, án
þess að gera ráð fyrir að til sé einhver ein rétt orðaröð eða samantekt
á vísunni.
Komið hefur verið á samstarfi við norskt rannsóknarverkefni: Prag-
matic Resources in Old Indo-European Languages, skammstafað PROIEL,
sem snýst um greiningu á textum Nýja testamentisins og þýðingar á
því yfir á elstu indó-evrópsk mál. Stjórnandi þessa verkefnis er Dag
Haug, dósent við Óslóarháskóla, og hefur hann komið hingað til sam-
ráðs.9 Í þessu verkefni eru textarnir greindir í setningarhluta og form-
festir með aðferðum stigvenslamálfræðinnar, en þar sem orðaröðin er
ekki fastbundin í mörgum eldri indóevrópskum málum hentar hún vel
til greiningar á þeim textum, ekki síður en eddukvæðum, rímum og
dróttkvæðum.
Gera má ráð fyrir að unnið verði þannig að sérfræðingur marki
textann í sérstöku viðmóti eins og við greiningu brageinkenna eddu-
kvæðanna, og sú mörkun síðan tengd við þá orðhlutalegu mörkun
sem fyrir er í XML-kerfinu sem fékkst með Konungsbókartextanum.
Sem dæmi um það sem stefnt er að eru upplýsingar eins og þær sem
koma fram í eftirfarandi töflu sem sýnir greiningu á fyrstu vísu Þryms-
kviðu:
9 Heimasíða verkefnisins hefur slóðina: http://www.hf.uio.no/ifikk/proiel/events.html.