Són - 01.01.2009, Blaðsíða 168

Són - 01.01.2009, Blaðsíða 168
HAUKUR ÞORGEIRSSON168 é tvíhljóðaðist alls staðar annars staðar en hafi síðan sjálfur tvíhljóðast einhvern tíma seinna. Þetta þyrfti að minnsta kosti að styðja einhverj- um rökum. Söguleg málfræði Útgefendur treysta mjög á norræna málfræði Adolfs Noreen sem fyrst kom út 1884. Því miður vantar stundum upp á að seinni tíma rann- sóknir í íslenskri málsögu séu teknar til greina. Ég tek hér þrjú dæmi. Á fjórtándu öld kemur í íslensku upp sníkjuhljóð í samhljóða- klösunum sl, sn og sm. Þetta sníkjuhljóð hefur áhrif á stuðlasetningu þannig að skáld sem hafa hljóðbreytinguna í máli sínu hika við að stuðla þessa klasa við s. Af nafngreindum 14. aldar skáldum má sjá að Þormóður Ólafsson og Arngrímur Brandsson (d. 1361 eða 1362) stuðla óhikað að fornum hætti en Árni Jónsson og Einar Gilsson virðast vera menn nýja tímans. Þetta einkenni í stuðlasetningu getur hjálpað til við að aldursgreina kvæði. Til dæmis má sjá að s-stuðlun að fornum hætti er aldrei notuð í Vitnisvísum, Maríugrát, Heilagra meyja drápu eða Maríuvísum I–III. Hins vegar kemur hún tvisvar eða þrisvar fyrir í Brúðkaupsvísum (eftir því hvort tiltekin leiðrétting Jóns Helga- sonar er samþykkt eða ekki) sem útgefendur eru einmitt í miklum vandræðum með að tímasetja og fræðimenn hafa skipað til bekkjar allt frá 13. öld til seinni hluta 15. aldar (bls. 528). Þarna gefur stuðla- setning kvæðisins vísbendingu um aldur en því miður sýna út- gefendur engin merki um að þekkja þau fræði.5 Í Maríuvísum II kemur fyrir vísuorðið sonu elr hver kvón þar sem sonu og kvón mynda aðalhendingu. Þetta skýra útgefendur þannig að on rími við ón vegna þess að sérhljóðalengd hafi verið á reiki á tímabil- inu þegar kvæðið var ort (bls. 707, 702, lxv). Þessi skýring getur varla verið rétt. Hreinn Benediktsson (1979) sýndi fram á að orðið son rímar reglulega við orð með fornu vá og setti fram skýringu á þessu fyrirbæri og hinni málsögulegu þróun vá. Í íslenskri stafsetningu allt til 17. aldar er gerður greinarmunur á lld (sem komið er af eldra ld) og ld (sem komið er af eldra lð) og fram að þeim tíma ríma orð með þessum hljóðum ekki saman í skáldskap.6 Þannig rímar ölld við kölld og fjöld við völd en fyrri orðin ríma ekki við seinni orðin. Útgefendur ritsins sem hér er rætt um virðast ekki gera 5 Sjá Ragnar aðalsteinsson 2005, Þorsteinn G. Indriðason 1990, Maverick 1968. 6 Jakob Benediktsson 1960.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.