Són - 01.01.2009, Blaðsíða 37
Á HNOTSKÓGI 37
Matthíasar Jochumssonar, eins og áður sagði, og má margt fallegt um
hana segja. Hin fræga einræða Hamlets – lykilstund áðurnefndrar
tilvistarglímu – hefst svo hjá Matthíasi:40
Að vera eða ekki, það er þessi spurning.
Mun drengilegra að þola illrar auðnu
grjótflug og örvar, eða taka vopn sín
í móti hafsjó hörmunganna og gjöra
svo enda á þeim með valdi? – Deyja, – sofa, –
allt búið; – og að vita að værðin endar
allt sálarstríð og ótal þúsund þrautir,
sem holdið á og erfir, – þvílík afdrif
er vert að biðja um af hrærðu hjarta.
Lesandi spyr: Er hægt að gera miklu betur en þetta? Sjáum til. Margt
hefur Helgi gert vel í þýðingum sínum en fátt betur en í þeirri ís-
lensku gerð sem hann færði okkur af þessari einræðu. Og hún hefur
seytlað inn í tungumálið. Til svolítils sannindamerkis um það skal til-
fært tölvuskeyti sem öðrum höfundi þessarar greinar barst frá leik-
skóla snemma vors á þessu ári, viðvíkjandi klæðnaði barna á hlýn-
andi tíð. Efnisorð tölvupóstsins var: „Húfa eða ekki húfa, þarna er
efinn.“ Svona hljóðar upphaf hinnar kunnu einræða í gerð Helga:41
Að vera, eða’ ekki vera, þarna er efinn,
hvort betur sæmi að þreyja þolinmóður
í grimmu éli af örvum ógæfunnar,
eða vopn grípa móti bölsins brimi
og knýja það til kyrrðar. Að deyja, sofna –
og ekkert framar, láta svefninn sefa
kvöl hjarta síns og þúsund mannleg mein
sem holdið erfir, það er lokalausn
sem óska má af alhug. […]
En Helgi Hálfdanarson var ekki aðeins þýðandi allra leikrita Shake-
speares, sem og margra sonnetta hans og fleiri ljóða. Hann sá einnig
í víðtækari skilningi um miðlun þessara verka á Íslandi; vann bein-
40 William Shakespeare: Leikrit, þýð. Matthías Jochumsson, 2. útg., Reykjavík:
Magnús Matthíasson 1939, bls. 178.
41 Hamlet Danaprins, í: Leikrit III, þýð. Helgi Hálfdanarson, Reykjavík: Almenna
bókafélagið 1984, bls. 167.