Són - 01.01.2009, Page 38

Són - 01.01.2009, Page 38
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON38 línis að því að skapa samhengi og forsendur fyrir greiðari viðtökum þeirra í íslensku menningarlífi. Þetta gerði hann með þeim skýringum sem hann lét fylgja þýðingum sínum og með fjölda greina í dag- blöðum og tímaritum – hann skrifaði meðal annars sérstakar greinar um flutning bundins máls í leikritum Shakespeares. Sumt af þessu efni birtist síðar í greinasafni Helga, Molduxa (1998). Um miðjan áttunda áratuginn tók Helgi að birta í Tímariti Máls og menningar þýð- ingar sínar á köflum úr kunnri bók um leikritin: Shakespeare á meðal vor eftir Jan Kott. Þeim þýðingum Helga hefur verið safnað á bók sem væntanleg er síðla árs 2009.42 Þá tók Helgi saman ýmsar lykil- tilvitnanir í leikrit Shakespeares og birti í bókini Veröldin er leiksvið árið 1996, en áður hafði hann skrifað sögur eftir tíu leikritum Shake- speares og birt í bókinni Á slóðum Vilhjálms, sem birtist árið 1993 og áður var vitnað til. Þessar sögur, á kliðmjúku og fallegu máli Helga, eru tilvaldar fyrir þá sem vilja fá notalegan inngang í heim leikrit- anna. En hápunkturinn í miðlunarstarfi Helga, fyrir utan sjálfar bók- menntaþýðingarnar, eru lokaorð hans í inngangi heildarsafns leikrit- anna, semsé í fyrsta bindinu frá 1982. Hér má eiginlega heyra þrjár raddir í einni; bera má kennsl á brot úr valinkunnum textum enska meistarans, en reyndar eins og þeir birtast í þýðingu Helga; í þriðja lagi stendur þessi þýðandi upp frá verki sínu og nemur allt við- fangsefnið sem í sjónhendingu:43 Skáldið mikla, William Shakespeare, var þegn sinnar þjóðar og barn síns tíma svo sem bezt má verða; en hann er dáður og hylltur um heim allan, fremur nú en nokkru sinni fyrr. Þó hátt sé liðið á fjórðu öld síðan hann brá á loft sprota snilldar sinnar, á hann enn jafn-brýnt erindi við hvert mannsbarn; því hjörtu mannanna eru söm við sig, og þar á hann sér vígðan vettvang. Sá sem gengur til móts við hann, kennir augnaráð hans á hug sínum, finnur sjónir hans líða um leyndustu fylgsni sálar sinnar og lokka fram í sviðsljósið þann sannleik sem þar fer huldu höfði. Sá sem fylgir honum eftir, hvort sem hann svífur um bláan himin ástar og unaðar, eða kafar rautt vítismyrkur angist- ar og haturs, er djúptækri reynslu ríkari; sá sem sér honum 42 Þýðingin á Kott mun birtast í flokki Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. 43 Helgi Hálfdanarson: „Fáein orð um Shakespeare og samtíð hans“, í: William Shakespeare: Leikrit I, þýð. Helgi Hálfdanarson, Reykjavík: Almenna bókafélagið 1982, bls. 7–26, tilv. á bls. 25–26.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.