Són - 01.01.2009, Side 105

Són - 01.01.2009, Side 105
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 105 Einar drukknaði ásamt þremur mönnum í uppsiglingu úr fiski- róðri á báti á Akranesi 10. mars 1880. Slysið sáu menn úr landi en fengu ekkert að gert þótt báti væri hrundið fram til bjargar. Halldóra kona hans horfði á slysið og varð skammlíf og lést tæpu ári síðar þrí- tug að aldri.44 Tveir synir þeirra voru þá á barnsaldri. Þeir voru teknir til fósturs og ólust upp hjá Guðmundi móðurbróður sínum á Valda- stöðum í Kjós og konu hans, Katrínu Jakobsdóttur bónda á Valda- stöðum, sem gengu þeim í foreldra stað.45 Ríman var ort árið 1870, Einar lauk við að skrifa hana 20. janúar 1871 og hún hefur ekki verið prentuð. Hún er 158 erindi og lipurlega ort undir reglulegri nýhendu.46 Bygging rímunnar er hefðbundin. Hún hefst á mansöng (1–11) þar sem skáldið ákallar fagra konu að bera fyrir sig skáldamjöðinn því að nú þurfi það á öllum styrk að halda við yrkingarnar. Síðan kemur venjubundin yfirlýsing um vanmátt skáldsins til að feta í spor skáld- mæringa sem áður hafa fjallað um efnið. Engu að síður heldur skáldið mundsdóttir (1891–1990) í Miðengi í Grímsnesi, við mig erindi og kallaði mig á sinn fund. Þá fékk hún mér í hendur handrit að ljóðum Benedikts afa míns, sonar Einars. Ég bjó þau síðar til prentunar í litlu fjölrituðu kveri í tilefni af ættarmóti í Miðengi. Að því loknu gaf ég handritin Landsbókasafni. Þegar amma mín hafði lokið þessu erindi vildi hún tala við mig í einrúmi og bað mig að halla aftur hurð- inni. Síðan sagði hún mér að ég skyldi ekki trúa öllu sem sagt væri um framætt mína. Þegar þau Halldór Ólafsson (1786–1813) og Ingigerður Stefánsdóttir (1772–1829), foreldrar Jóns föður Einars, fóru úr vist frá Magnúsi Stephensen á Leirá árið 1801, sama ár og Jón faðir Einars fæddist, hafi hann nefnilega „launað þeim ríkulega fyrir trúmennskuna og komið undir þau fótunum,“ eins og hún orðaði það. Fleira sagði hún ekki enda grandvör kona sem ekki var vön að fara með fleipur. Henni fannst skylt að einhver vissi þetta ættarleyndarmál svo að hún færi ekki með það í gröfina. Af þessu gat ég ekki ályktað annað en að Jón hefði verið rangfeðraður og amma mín neitaði því svo sem ekki. Þar með var ég allt í einu orðinn að stefánungi, að vísu talsvert útþynntum með blóði úr öðrum áttum, hafi þetta verið rétt hermt hjá ömmu minni. Ég hef svo sem enga ástæðu til að rengja hana, ekki síst þegar hugað er einnig að aldursmun Halldórs og Ingigerðar enda slitnaði brátt upp úr sambandi þeirra. 44 Frá sjóslysinu segir í 32. árg. Þjóðólfs 23. mars 1880. Þar er Einari svo lýst: „Þar drukknaði Einar Jónsson 33 ára [svo], nýtur maður í mörgu, greindur vel, bók- námsmaður og skemmtinn, starfsamur og laglegur verkmaður, hann eptirskildi ekkju, 2 börn og lítil efni.“ 45 Sjá um framhald ættarsögunnar Bragi Halldórsson. „Um höfundinn og útgáfuna“, bls. 3–7 og Bragi Halldórsson. „Ráðstöfun guðs á heimsláninu“, bls. 12–16. 46 Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir skrifaði í meistaraprófsritgerð sinni við Háskóla Íslands 2004, „„Meyjar og völd.“ Rímurnar af Mábil sterku“, um að Einar hefði samið sögu og söguendi upp úr rímunum sem vantar söguendi. Katrín Kristinsdóttir, frænka mín, skrifaði einnig B.A. ritgerð við Háskóla Íslands 2006 um eina rímu Einars: „„Vélar margan veröldin.“ Rímur af Kjartani Ólafssyni kveðnar af Einari Jónssyni 1880. Umfjöllun og útgáfa.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.