Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 26

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 26
24 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 þó einnig áhrif að margvíslegar rannsóknir á eiginleikum stúdentamats benda til áreiðan- leika þess og réttmætis til ályktana um gæði kennslu (Aleamoni, 1999; Centra, 2003; Marsh og Roche, 2000). Inntak og bygging kennslukannana á háskólastigi endurspeglar tilgreind markmið með fyrirlögn þeirra. Þegar megintilgangur kennslukannana er að bæta kennslu og námskeið er áhersla á marga þætti í byggingu þeirra (leiðandi eða mótandi mat (formative evaluation)). Margþátta kennslumat er einnig hægt að nota þegar megintilgangur matsins er öflun upplýsinga um kennslu til að nota í ákvörðunum um ráðningu eða framgang háskólakennara í starfi (samantektarmat eða heildarmat (summative evaluation)). Í þessum tilvikum er einnig algengt að nota nokkrar almennar spurningar um kennara og námskeið. Um langt skeið hefur þó ríkt fræðilegur ágreiningur um réttmæti þess að nota nokkrar almennar spurningar um nám og kennslu til að meta gæði kennslu. Þessi ágreiningur hefur að mestu snúist um það hvort líta beri á mat stúdenta á háskólakennslu sem ein- eða margþátta hugsmíð (sjá t.d. Apodaca og Grad, 2005). Þáttabygging kennslukannana skiptir máli þar sem hún endurspeglar að hvaða marki slíkar kannanir meta þá þætti sem eru álitnir einkenna góða háskólakennslu. Þáttabygging kennslukannana hefur því bein áhrif á túlkun og notagildi þeirra. Áreiðanleiki einstakra spurninga eða þátta tengist stöðugleika niðurstöðu úr kennslukönnunum. Eftir því sem áreiðanleiki einstakra spurninga eða þátta er minni því minna er hægt að byggja á niðurstöðunni. Viðunandi áreiðanleiki kennslukannana er því nauðsynlegt skilyrði fyrir notagildi þeirra við ákvörðunartöku eða réttmæti ályktana út frá niðurstöðu þeirra. Flestar erlendar rannsóknir benda til þess að mat stúdenta á kennslu endurspegli marga ólíka þætti (Feldman, 1976, 1996; Marsh, 1987, 1991; Marsh og Hocevar, 1984, 1991; Marsh og Roche, 1997). Í yfirlitsgrein frá árinu 1995 tilgreinir Cashin sex þætti sem eru algengastir í kennslukönnunum við bandaríska háskóla: (1) Skipulag námskeiðs (course organization and planning), (2) skýr framsetning og samskiptahæfni (clearity, communication skills), (3) samskipti kennara og stúdenta, tengsl (student teacher interaction, rapport), (4) þyngd námskeiðs, vinnuálag (course difficulty, work load), (5) einkunnagjöf og próf (grading and examination), (6) afrakstur náms að mati stúdents (student self-rated learning). Þetta er þó langt frá því að vera tæmandi upptalning. Þættir á borð við verkefni og lesefni (assignments and reading), áhugi kennara (instructor enthusiasm) og umfang umfjöllunar í námskeiði (breadth of coverage) koma að auki víða fyrir. Núverandi kennslukönnun við Háskóla Íslands byggist að mestu á margþátta kennslu- mati Herbert W. Marsh (1982a, 1982b, 1983, 1984), Mat stúdenta á gæðum kennslu (Stu- dents´ Evaluation of Educational Quality; SEEQ). Mælifræðilegir eiginleikar könnun- arinnar hafa ekki verið athugaðir hérlendis eftir að byrjað var að nota könnunina í reglubundnu mati á kennslu við skólann. Undanfari að notkun könnunarinnar var rannsóknarvinna tveggja sálfræðinema sem athuguðu mælifræðilega eiginleika þriggja spurningalista til að meta háskólakennslu í úrtaki 386 stúdenta í 19 námskeiðum við H.Í. (Freyr Halldórsson og Jón Ólafur Valdimarsson, 1999). Meginmarkmið þessarar rannsóknar er athugun á þáttabyggingu og áreiðanleika kennslukönnunar í grunnnámi við H.Í. Notuð eru gögn úr öllum deildum skólans frá vormisseri 2004. Í gagnasafninu er hægt að meta almenna þáttabyggingu kennslu- könnunarinnar en jafnframt hvort hún er eins í öllum deildum skólans. Þetta er brýnt viðfangsefni til að auka líkur á því að niðurstöður könnunarinnar nýtist til að bæta kennslu og námskeið, sem er meginmarkmið reglubundinna kennslukannana við skólann (Háskóli Íslands, e.d.). Þetta er enn brýnna ef tekið er mið af niðurstöðu könnunarinnar við framgang kennara við H.Í. (Háskóli Íslands, 2004). Þáttabygging kennslukönnunar við Háskóla Íslands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.