Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 29

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 29
27 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Þáttabygging kennslukönnunar við Háskóla Íslands rannsóknar saman við hliðstæða vinnu innan H.Í. voru einnig gerðar þáttagreiningar þar sem grunneining úrvinnslunnar var einstök svör stúdenta. Þegar gögnin eru þáttagreind með þessum hætti jafngildir fjöldi í þáttagreiningunum fjölda svara í kennslukönnuninni (N = 9075). Í einu birtu rannsókninni hérlendis voru gögn úr kennslukönnun innan skólans þáttagreind með þessum hætti (Freyr Halldórsson og Jón Ólafur Valdimarsson, 1999). Í niðurstöðum erlendra rannsókna hefur komið fram að lítill munur getur verið á þáttabyggingu kennslukannana eftir því hvor framangreindra leiða er farin (t.d. Linn, Centra og Tucker, 1975). Í öðrum rannsóknum hefur aftur á móti komið fram markverður munur á þáttabyggingu eftir því hvor leiðin er farin (t.d. Cranton og Smith, 1990). Eftir stendur þó að út frá fræðilegu sjónarhorni er rökréttara að þáttagreina gögn úr kennaramiðaðri kennslukönnun út frá meðaltali staðhæfinga eða spurninga. Gögnin voru þáttagreind í heild (allar deildir H.Í. sameinaðar) í tveimur úrtökum í grunnnámi. Þetta var gert til að athuga hugsan- leg áhrif tilviljanabundinna þátta á niðurstöðu þáttagreiningarinnar eða stöðugleika þáttanna í tveimur úrtökum. Gagnasafninu var skipt í tvær gagnaskrár með því að velja um það bil helming gagnasafnsins af handahófi í hvora gagnaskrá (úrtak A: n = 4565; úrtak B: n = 4511). Gagnasafninu var einnig skipt eftir deildum og þáttagreining gerð í hverri deild. Grunneining í þessum þáttagreiningum var einstök svör stúdenta (ekki meðaltal staðhæfinga). Loks voru gögnin þáttagreind í heild í grunnnámi þar sem meðaltal staðhæfinga í námskeiðum var grunneining. Meðaltal staðhæfinga var þáttagreint í þeim deildum sérstaklega þar sem námskeið voru 100 eða fleiri. Notuð var leitandi þáttagreining við úrvinnslu gagnanna, meginásaþáttagreining (principal axes factor analysis), en ekki staðfestandi þáttagreining (confirmatory factor analysis), þar sem ekki var skýrt fyrir úrvinnslu gagnanna hversu margir þættir væru í kennslukönnuninni. Af 25 spurningum sem notaðar eru til að meta nám og kennslu í kennslukönnuninni var 21 þáttagreind (1. - 20. og 23. breyta í 1. töflu). Fjórar breytur sem lúta að námi og kennslu voru ekki þáttagreindar þar sem tvær þeirra eru heildarmat á námskeiði og kennara (24. og 25. breyta í 1. töflu) og tvær uppfylltu ekki tölfræðileg skilyrði þáttagreiningar (21. og 22. breyta í 1. töflu). Þó svo að heildarmat á námskeiði og kennara tilheyri sitt hvorum þættinum í SEEQ var ákveðið að sleppa þeim í þáttagreiningu breytanna. Meginástæða þess er sú að túlkun þátta með þessum breytum innanborðs verður flóknari en án þeirra. Staðhæfingar um heildarmat eru á skjön við þá almennu reglu við samningu matstækja að einstök atriði eru úrtak allra hugsanlegra atriða sem gætu mælt tiltekinn þátt, svið eða hugsmíð. Atriði tiltekins þáttar meta þáttinn sameiginlega og heildarstig á þættinum síðan tiltekna hugsmíð. Þegar atriði sem fela í sér heildarmat eru höfð inni í þætti er þessu í raun snúið við. Af þessari ástæðu, meðal annars, er það ekki góð aðferð að nota slík atriði í kvörðum. Rétt notkun þeirra er utan kvarða eða þátta. Við túlkun á hleðslum breyta á þætti er miðað við að markverðar hleðslur (factor loadings) séu að lágmarki 0,30. Hér er miðað við það sem Hair, Anderson, Tatham og Black (1998) kalla raunhæfa marktekt (practical significance). Tölfræðileg marktekt hleðslna á þætti dugar ekki sem viðmið í þessari rannsókn þar sem hleðslur innan við 0,20 ná tölfræðilegri marktekt vegna stærðar úrtaksins. Slíkir stuðlar skýra aðeins innan við 4% af dreifingu breyta. Það er of lítið til að hægt sé að tala um að þættir hafi markverð eða mikilvæg áhrif á breytur þegar þetta á við. Í þáttagreiningu eftir deildum var túlkun á hleðslum breyta á þætti miðuð við stærð úrtaks í hverri deild. Miðað var við að tvöfalda þann stuðul sem nær tölfræðilegri marktekt við vendigildið 0,01 (Cliff og Hamburger, 1967; Stevens, 1986). Með þessu móti er tekið mið af úrtaksstærð við túlkun hleðslna á þætti og dregið úr líkum á áhrifum tilviljanabundinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.