Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 35
33
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Þáttabygging kennslukönnunar við Háskóla Íslands
0,81 (Verkfræðideild; Félagsvísindadeild) til
0,89 (Læknadeild).
Umræða
Í kennslukönnuninni sem notuð er til að meta
gæði kennslu í grunnnámi við H.Í. eru þrír þættir.
Með hliðsjón af inntaki þessara þátta gætu
lýsandi heiti þeirra verið kennsla (þáttur I)),
kennsluaðstaða (þáttur II) og vinnuálag (þáttur
II). Flestar staðhæfingar kennslukönnunarinnar
(14 af 21) tilheyra kennsluþættinum (þáttur I).
Annar þáttur kennslukönnunarinnar inniheldur
fimm staðhæfingar en sá þriðji tvær. Efni fyrsta
þáttar (kennsla) lýtur að kennslu, skipulagi
námskeiðs, samskiptum kennara og stúdenta,
námsmati og afrakstri námskeiðs. Inntak annars
þáttar (þáttar II) lýtur að aðstöðu til verklegrar
kennslu og þess þriðja að vinnuálagi og þyngd
námskeiðs.
Þáttabygging kennslukönnunarinnar er
stöðug í þeim skilningi að sömu þættir koma
fram í tveimur óháðum úrtökum (2. tafla) og
einstökum háskóladeildum (4. tafla). Jafnframt
koma sömu þrír þættirnir fram óháð því hvort
einstök svör stúdenta eru þáttagreind (2. tafla)
eða meðaltal staðhæfinga í námskeiðum (3.
tafla).
Niðurstöðurnar undirstrika að hægt er að
túlka kennslukönnunina í grunnnámi við H.Í.
út frá þremur þáttum. Þar af er einn sem
metur ágæti kennslu og námskeiðs (þáttur I)
og annar vinnuálag í námskeiði (þáttur III).
Ef niðurstaða kennslukönnunarinnar er notuð
við ráðningu kennara eða framgang þeirra
í starfi ætti að styðjast við þessa þætti en
þó aðallega fyrsta þáttinn (kennsla) þar sem
hann er mun breiðari að inntaki en þátturinn
vinnuálag. Áreiðanleiki kennsluþáttarins er
mikill. Áreiðanleiki þáttarins vinnuálag er
viðunandi þó hann sé minni en kennsluþátt-
arins. Þátturinn kennsluaðstaða (þáttur II)
gagnast tæplega til að meta frammistöðu
einstakra kennara í kennslu. Inntak þessa
þáttar er þröngt og vísar fyrst og fremst til
aðbúnaðar í verklegri kennslu. Kennari getur
auðvitað stuðlað að því að kennsluaðstaða
sé viðunandi í tilteknu námskeiði en það
eru aðrir sem bera meginábyrgð á að svo sé.
Af þessum sökum er álitamál hvort þessi
þáttur eigi að vera í kennslukönnuninni. Í
kennslukönnunum við erlenda háskóla
er fremur sjaldgæft að hliðstæður þáttur sé
notaður þegar sama könnunin er notuð í
öllum háskóladeildum. Önnur rök fyrir því að
endurskoða þennan þátt í kennslukönnuninni
við H.Í. er að það er eftirsóknarvert að fjölga
þáttum í kennslukönnuninni. Ein leið til að
gera það án þess að lengja hana um of er að
fella brott þær fimm staðhæfingar sem mynda
þennan þátt og bæta öðrum við í staðinn sem
gætu myndað sjálfstæðan þátt eða þætti með
staðhæfingum úr þætti I (kennsla). Væri þetta
gert myndi notagildi kennslukönnunarinnar
við H.Í. aukast.
Þegar kennslukönnunin við H.Í. er notuð
af einstökum kennurum til að bæta kennslu
sína er gagnlegast fyrir þá að styðjast við
þátt I (kennsla) og þátt III (vinnuálag). Þó
einhverjum kennurum kunni að þykja gagnlegt
að skoða svör við einstökum staðhæfingum
kennslukönnunarinnar til að bæta kennslu sína
er aftur á móti ekki hægt að verja ákvarðanir um
framgang eða ráðningu kennara út frá túlkun
á einstökum staðhæfingum. Áreiðanleiki og
réttmæti einstakra staðhæfinga ber ekki uppi
slíkar ákvarðanir.
Í þessari rannsókn var áreiðanleiki einstakra
staðhæfinga kennslukönnunarinnar ekki reikn-
aður sérstaklega. Aftur á móti er hægt að fá
hugmynd um neðri mörk áreiðanleikastuðla
með því að skoða þáttaskýringu (h2; 2.
tafla) einstakra staðhæfinga. Ef gengið er
út frá því að sérhæfni (specificity) einstakra
staðhæfinga sé engin jafngildir þáttaskýring
einstakra spurninga áreiðanleikastuðli þeirra.
Með öðrum orðum er gengið út frá því að
þáttaskýring endurspegli eiginlega eða
áreiðanlega dreifingu en önnur dreifing sé
villudreifing. Þegar þáttaskýring staðhæfinga
í 2. töflu er skoðuð með þetta í huga sést að
áreiðanleiki flestra staðhæfinganna er of lítill
til að gagnast í ákvarðanatöku af hvaða tagi
sem er. Þetta þýðir að staðalvilla mælingar
(standard error of measurement) er há og óvissa