Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 44

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 44
42 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 þannig sér það hvað virkar og hvað virkar ekki. Í kennaranámi læri fólk auðvitað ýmislegt en þetta „ýmislegt“ skolast yfirleitt af því í skólastofunni. Ef marka má Lortie, þá er fólk yfirleitt búið að læra að kenna áður en það byrjar í kennaranámi! Niðurstöður Lortie komu mörgum í opna skjöldu. Yfirleitt voru menn þeirrar skoðunar að æðri menntun á borð við þá sem tíðkaðist í kennaraskólum hefði jákvæð og uppbyggjandi áhrif á stúdenta og dygði þeim til góðra verka á vettvangi skólans. Raunar bentu kannanir sem gerðar voru meðal kennaranema, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, í þessa átt: námið virtist hreyfa við þeim, þeir virtust yfirleitt verða hrifnir af nýjum og framsæknum hugmyndum um skólastarf og gagnrýnir á hefðbundna starfshætti í skólum. En ekki er allt sem sýnist. Aðrar kannanir gáfu til kynna að þessar viðhorfsbreytingar hjá kennaranemum ristu ekki dýpra en svo að þegar þeir fóru að kenna í vettvangsnámi urðu þeir aftur hallir undir hefðbundin viðhorf til skólastarfs. Zeichner og Tabachnick (1981) segja frá þessu í grein sem oft er vitnað til og ber yfirskriftina „Skolar reynsla á vettvangi burt áhrifum kennaramenntunar?“2 Spurningunni svara þeir hvorki játandi né neitandi, benda á að málið sé margþætt og kalli á frekari rannsóknir. Hugsanlegt er, segja þeir, að Lortie hafi rétt fyrir sér, að fólk læri í raun að kenna áður en það byrjar formlegt kennaranám og að námið hafi þess vegna takmörkuð áhrif. En hitt er líka möguleiki, bæta þeir við, að kennaranámið hafi í raun áhrif á kennaranema en ekki þau „frelsandi“ áhrif sem margir telja sér trú um heldur gagnstæð áhrif: ýti undir hefðbundnar hugmyndir um nám og kennslu. Þeir benda á að í kennaraskólum sé iðulega djúp gjá á milli þess sem boðað er og þess sem gert er, milli þeirra fræða sem kennd eru og þeirra starfshátta sem viðhafðir eru. Kennaraskólar eru iðulega framsæknir í orði en íhaldssamir á borði. Kennaranemar upplifa í kennaraskólanum álíka starfshætti og þeir upplifðu áður en þeir hófu formlegt kennaranám og þetta getur haft meiri áhrif á þá en það sem þeir heyra eða lesa um. Standist þetta blasir við sá möguleiki að almennir skólar og kennaraskólar leggist í raun á eitt um að viðhalda hefðbundnum viðhorfum og rótgrónum kennsluháttum. Í ljósi þessa spyrja Zeichner og Tabachnick í lok greinar sinnar hvort ekki sé tímabært að kennarar í kennaraskólum taki sína eigin starfshætti til skoðunar. Margir tóku þessari áskorun og um það bil áratug seinna, árið 1992, var stofnaður sérstakur hópur um þetta málefni innan Bandarísku samtakanna um menntarannsóknir (AERA: American Educational Research Association). Hópurinn kallar sig sjálfskoðunarhópinn (self- study interest group) og er nú meðal stærstu áhugahópa innan AERA (Bullough og Pinnegar, 2001). Heitið (self-study) endurspeglar þá afstöðu hópsins að lykilatriði sé fyrir þá sem kenna kennaranemum að horfa gagnrýnum augum á eigin starfshætti. Hvernig er kennt, segja fulltrúar þessa hóps, hefur ekki síður og jafnvel meiri áhrif á kennaranema en hvað er kennt. Skrif Lortie (1975) og Zeichner og Tabachnick (1981) vekja áleitnar spurningar um kennaranám: Hvar og hvernig lærir fólk í raun að kenna? Er hugsanlegt að fólk læri að kenna áður en það hefur formlegt nám í kennaraskóla? Er hugsanlegt að formlegt kennaranám hafi í raun lítil áhrif á verðandi kennara? Er hugsanlegt að jafnvel þó kennaranemar verði (sumir) hallir undir ný viðhorf og nýja starfshætti þá skolist þetta af þeim á vettvangi skólans? Ljóst má vera að svör manna við spurningum af þessu tagi markast af því hvaða hugmyndir þeir gera sér um nám almennt og starfsnám sérstaklega. Fram undir 1980 var sú hugmynd helst við lýði að akademískt greinatengt nám snerist um yfirfærslu þekkingar. Á árunum upp úr 1980 fór hugsmíðahyggja að láta á sér kræla og varð brátt ríkjandi afstaða í mörgum kennaraháskólum. Samkvæmt Að kenna í ljósi fræða og rannsókna 2 Enski titillinn er : Are the effects of univerity teacher education ‘washed out’ by school experience?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.