Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 47

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 47
45 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Að kenna í ljósi fræða og rannsókna skoðað, gagnrýnt og rætt. Þá ber að hafa í huga, segir Kennedy, að sérfræðiþekking verður til við rannsóknir þar sem alla jafnan er beitt ströngum aðferðafræðilegum reglum. Á rannsakendum hvílir sú skylda að niðurstöður þeirra séu áreiðanlegar eða trúverðugar. Af þessu leiðir að sérfræðiþekking er yfirleitt eitthvað sem tekið er mark á – og verður, þegar best lætur, almenn þekking sem birtist í bókum, til dæmis í námsbókum sem kennaranemar nota. Meistaraþekking Í ljósi þess hve sérfræðiþekkingin og reynslu- bundin starfsþekking kennara eru ólíkrar náttúru er hugsanlegt að þær eigi ekki samleið, segir Kennedy. Þess gefast þó dæmi að sérfræði þekking og reynslubundin þekking spili prýðilega saman. Þetta á bæði við um ákveðin fyrirbæri eins og skák en líka um tiltekin sérfræðistörf, til dæmis læknisfræði og eðlisfræði. Þegar best lætur er eins og þessar tvær gerðir þekkingar renni saman og þá verður til það sem Kennedy nefnir expertise – en ég kalla meistaraþekkingu og hef þá í huga meistara á borð við trésmíðameistara og skákmeistara. Skákmeistarinn býr yfir mikilli reynslu en líka sérfræðiþekkingu sem hann tileinkar sér bæði af lestri bóka og með eigin rannsóknum á taflmennsku þeirra sem skara fram úr. Og það er einmitt þessi samþætting sem gerir hann að meistara. Leikmaðurinn, sá sem rétt kann mannganginn, sér einstaka skákmenn hér og þar á borðinu og kannski 1 – 2 leiki fram í tímann. Skákmeistarinn greinir hins vegar munstur og ýmsa möguleika í stöðunni og sér marga leiki fram í tímann. Sérfræðiþekkingin gerir honum kleift að sjá betur og lengra en leikmaðurinn sem einungis styðst við reynslu sína. Svipuðu máli gegnir um annað fólk sem hefur bæði mikla reynslu á tilteknu sviði og hefur aflað sér mikillar almennrar þekkingar á sviðinu. Það verður, rétt eins og skákmeistarinn í skákinni, meistarar á sínu sviði, skynjar hlutina dýpra en óinnvígðir, les aðstæður með skarpari og gagnrýnni hætti, sér misfellur þar sem aðrir sjá allt slétt og fellt og munstur þar sem aðrir sjá óreiðu. Oft lítur út fyrir að reynslan og sérfræði- þekkingin næri hvor aðra. Reynsla fólks verður dýpri í ljósi sérfræðiþekkingarinnar og sérfræðiþekkingin öðlast fyllri merkingu með reynslunni. Tökum sem dæmi lækna. Fáum blandast hugur um að læknar byggja oftast bæði á reynslu og sérfræðiþekkingu. Læknir „les“ sjúklinga sína í ljósi fyrri reynslu af öðrum sjúklingum sem til hans hafa komið en líka í ljósi þeirra fræða sem hann tileinkaði sér í læknanáminu. Þetta tvennt, reynslan og fræðin, virðist næra hvort annað. Það sem hann lærði af bókum fær dýpri merkingu í gegnum reynslu, með hverjum sjúklingi sem hann umgengst og í gegnum samræður við starfsfélaga. En fræðin næra líka reynsluna, gera lækninum kleift að setja það sem hann upplifir í starfi í samhengi, greina tengsl þar sem aðrir sjá bara aðskilda og einangraða þætti. Og þar sem sérfræðiþekkingin er í formi yrðinga gefur hún þeim sem hana hefur aukna möguleika á að rökstyðja gerðir sínar og læra í starfi. Læknirinn ráðgast við félaga sína í krafti þeirrar sérfræðiþekkingar sem þeir eiga sameiginlega og hún auðveldar honum líka að lesa fræðigreinar og auka þannig þekkingu sína. Reynsluþekking kennara er hins vegar persónubundin og óyrt og getur því ekki verið sameign. Kennarar eru, í þessum skilningi, orðlaus stétt. Hafi nýr kennari áhuga á að efla starfskunnáttu sína með því að kynna sér það sem aðrir kennarar hafa skrifað um kennslu verður hann líkast til fyrir vonbrigðum. Slík skrif eru álíka sjaldgæf og hvítir hrafnar. Kennsla og sérfræðiþekking Kennedy telur að sérfræðiþekking ætti að geta nýst kennurum í starfi. Sem dæmi nefnir hún forhugmyndir barna sem ég minntist á hér að framan. Rannsóknir hafa leitt í ljós að börn eru býsna lunkin að smíða sér hugmyndir um náttúruleg fyrirbæri, til dæmis krafta og hreyfingu, rafmagn og næringu plantna. Ætla má að slík þekking eigi erindi við kennara,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.