Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 66

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 66
64 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Akureyri, Þorsteinn Gunnarsson, og rektor Kennaraháskóla Íslands, Ólafur Proppé, hafa fjallað um ábyrgð skóla og þær kröfur og væntingar sem skólinn stendur frammi fyrir um faglega ábyrgð kennara og þeir hafa vakið athygli á nauðsyn þess að efla menntun og fagvitund kennara. Áætlun um fimm ára kennaranám var fyrst lögð fram og samþykkt í háskólaráði Kennaraháskóla Íslands árið 2004. Þar er gengið út frá því að til kennsluréttinda þurfi meistarapróf líkt og farið er að gera kröfur um í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við í skólamálum (Stefna Kennaraháskóla Íslands, 2005–2010). Enduskoðað nám hófst við Kennaraháskólann haustið 2007. Á þingi Kennarasambands Íslands gerði Þorsteinn Gunnarsson lengingu kennaranámsins að umræðuefni. Hann lagði áherslu á að í ljósi örrar samfélagsþróunar styddu samtök kenn- ara tillögur um lengingu kennaranámsins, styddu rannsóknir á fræðasviðum kennara, hvettu kennara til rannsókna í starfi og miðluðu þekkingu sinni til samstarfsmanna. Hann taldi kennslu lítið hafa breyst á meðan önnur störf í samfélaginu hefðu gjörbreyst (Þorsteinn Gunnarsson, 2005). Mikilvægt er að kennarar og aðrar fagstéttir stundi rannsóknir og fylgist með þróun þekkingar. Umgjörð kennarastarfsins er sett af lögum um grunnskóla (nr. 66/1995), lögum um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla (nr. 72/1996) og lögum um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum kennara og skólastjórnenda (nr. 86/1998). Nám þarf að vera órjúfanlegur þáttur í faglegu lífi kennara; á ólíkum skeiðum er það undirstaða starfsþroska og faglegrar þróunar. Auk grunnmenntunarinnar þurfa kennarar að afla sér endurmenntunar og þeir verða að hafa tök á að afla sér framhaldsmenntunar. Kennaranám felur einnig í sér faglega virkni, svo sem kennslufræðilegar rannsóknir, þátttöku í ráðstefnum, útgáfu og síðast en ekki síst vinnu við skólaþróun, mat á skólastarfi og starfendarannsóknir. Námsárangur grunnskólanema í alþjóðlegum samanburði Segja má að viðbrögð íslensku þjóðarinnar hafi verið sterk þegar kunngerðar voru árið 1996 niðurstöður svokallaðar TIMSS-rannsóknar (Third International Mathematics and Science Study) um slaka kunnáttu grunnskólanemenda á Íslandi í stærðfræði og náttúrfræðigreinum. Sem dæmi má nefna að niðurstöður sýndu að frammistaða nemenda í 3. og 4. bekk á Íslandi í náttúrufræði var marktækt undir alþjóðlegu meðaltali í báðum árgöngum. Þessi rannsókn var þá viðamesta samanburðarrannsókn sem gerð hafði verið á menntakerfum heimsins, bæði með tilliti til fjölda landa sem tóku þátt í henni og einnig þeirra efnisþátta sem rannsóknin tók til. Mikil umræða varð á Alþingi, í dagblöðum landsins og meðal almennings um nauðsyn þess að greina vandann enn frekar og fylgja TIMSS-rannsókninni eftir með markvissum úrbótum. Margar tilgátur komu fram um niðurstöðurnar og töldu margir að staða kennaramenntunar væri einn þáttur sem gæti skýrt þær. Þórir Ólafsson (1996), þáverandi rektor Kennaraháskóla Íslands, tók undir það sjónarmið og rifjaði upp langa baráttu skólamanna fyrir því að lengja kennaranámið svo auka mætti vægi kjörsviða og þar með efla fagþekkingu kennara. Í viðtali í Morgunblaðinu sagði Einar Guðmundsson, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar uppeldis- og mennta- mála, að samkvæmt TIMSS-rannsókninni virtist sem grunnskólinn væri sérstaklega illa staddur og vandinn tengdist meðal annars aðalnámskrá og dræmri þátttöku foreldra í skólastarfi. Einar taldi vandann einnig eiga rætur að rekja til kennaranámsins þar sem kennaranemar, sem hefðu stærðfræði, náttúrufræði eða bóknámsgreinar að aðalfagi, tækju aðeins 12 einingar í greininni, en kennaranámið í heild sinni væri 90 einingar (Ritstjórnargrein, 1998). Formaður Félags raungreinakennara, Ásta Þorleifsdóttir (1996), tók undir þetta sjónarmið og sagði að 90% grunnskólakennara næmu nánast ekki fyrrgreind fög. Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.