Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 68

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 68
66 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 áhuga og skilning á heildstæðri skólastefnu, tölvustuddu námi, námi á vettvangi, skapandi starfi, samvinnunámi, þemanámi, og kennsluaðferðum sem miðuðu að því að mæta þörfum hvers barns. Sagði Ingvar þetta koma hvað skýrast fram í auknum rannsóknum og þróunarstarfi á sviði uppeldis- og skólamála. Mat og rannsóknir á kennara- menntuninni hin síðari ár Á árunum 1997–98 fór fram heildar- mat á kennaramenntun á Íslandi á vegum menntamálaráðuneytisins (Menntamálaráðu- neytið, 1998a og 1998b). Tveir hópar unnu matið, ytri matshópur og umsjónarhópur, en matið tók til Kennaraháskóla Íslands, Háskól- ans á Akureyri og Háskóla Íslands. Matið tók til framtíðarsýnar og markmiða og tengsla þeirra við nám og kennslu, til æfingakennslu, fjarkennslu, nemenda, samskipta út á við, endurmenntunar og rannsókna. Í skýrslu ytri matshóps úttektarinnar kom fram sú ályktun að gott starf væri unnið í öllum háskólunum sem úttektin náði til; áhugi og vilji til góðra verka háskólamanna væri augljós, en margt mætti þó betur fara. Báðir matshóparnir beindu tillögum sínum til stjórnvalda og kennaramenntunar- stofnananna þriggja og lögðu áherslu á úrbætur á kennaramenntuninni í heild. Stjórnvöldum var bent á að gera áætlanir um þörf fyrir kennara, um símenntun og endurmenntun starfandi kennara. Þá var talið nauðsynlegt að samhæfa menntun kennara sem mætti þörfum skóla nú og í framtíðinni. Brýnt var talið að menntun kennara yrði kerfisbundnari og markmið skýrari og æskilegt væri að skoða menntun kennara í víðara samhengi en gert hefði verið. Sérstaklega var bent á mikilvægi þess að aðstoða byrjendur í kennslu og að efla fjarkennslu og réttindanám fyrir leiðbeinendur. Ytri matshópnum þótti háskólastofnanirnar þrjár einbeita sér um of að málefnum líðandi stundar en æskilegt væri að setja fram ítarlegri langtímaáætlanir. Stofnanirnar þyrftu að skoða kennaramenntunina í víðara samhengi og leggja áherslu á endurmenntun en ekki á kostnað grunnmenntunar. Þá kom fram að huga þyrfti að stuðningi við nýútskrifaða kennara sem væru að stíga sín fyrstu skref í kennslu. Bent var á að samstarf á milli háskólanna þyrfti að aukast og vera formlegra en verið hafði, og að styrkja þyrfti tengsl við aðra hópa, svo sem skóla og kennarafélög, svo unnt væri að skipuleggja betur æfingakennslu og auka þjálfun móttökukennara. Talið var mikilvægt að gaumgæfa hlutverk rannsókna og skilyrði til að stunda þær, og að styrkja tengsl rannsókna, kennslu og nemendaverkefna. Fram kom að nemendur teldu of fáar íslenskar rannsóknir liggja fyrir og það mætti rekja til þess að starfsmenn kennaramenntunarstofnana hefðu of lítinn tíma til rannsókna. Launakerfi háskólakennara leiddi til þess að þeir stunduðu mikla kennslu, gæfu sér of lítinn tíma til að sinna nemendum sem þyrftu að njóta meiri leiðsagnar við sjálfstæð námsverkefni. Þá kom fram að fjölga þyrfti menntuðum kennurum í stærðfræði og raungreinum og upplýsingatækni þyrfti að vera þáttur í allri þjálfun kennara. Æskilegt þótti að stofnanirnar þrjár gerðu reglulegar kannanir meðal innritaðra nemenda og fyrrverandi nemenda á viðhorfum þeirra til námsins og gagnsemi þess (Menntamálaráðuneytið, 1998a og 1998b). Hverjum háskólanna þriggja var bent á atriði er vörðuðu hann sérstaklega. Háskóla Íslands var bent á að auka þyrfti samstarf á milli kennsluréttindanámsins í félagsvísindadeild og annarra deilda. Þá þyrfti að gefa nemendum kost á að hefja kennaranám áður en þeir lykju sérgreinum sínum og finna þyrfti leiðir til að fleiri stunduðu kennsluréttindanám. Háskólanum á Akureyri var bent á að hann þyrfti að kynna starfsemi sína betur, en einnig að aðstæður háskólans væru þess eðlis að til greina kæmi að innrita nemendur aðeins annað hvert ár. Þá var talað um að bæta þyrfti skilyrði kennsluréttindanámsins við háskólann til að koma því á fastari grundvöll. Kennaraháskóla Íslands var bent á að þróun kennaranámsins þyrfti að vera nær settum markmiðum og betra samræmi þyrfti að vera á milli markmiða Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.