Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 70

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 70
68 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 samræmdar og innleitt verði námsskipulag sem í meginatriðum byggist á tveimur þrepum, þriggja ára grunnnámi og framhaldsnámi. Vænlegasta leiðin til að efla starfsmenntunina er talin felast í því að nemendum gefist kostur á að ljúka meistaragráðu (M.Ed., M.A. eða M.S.) áður en þeir hefja störf. Stefnt er að því að grunnnámið taki áfram þrjú ár en námi til starfsréttinda ljúki eftir fimm ára nám með meistaragráðu í kennslufræðum (Stefna Kennaraháskóla Íslands, 2005–2010). Við kennaradeild Háskólans á Akureyri er um þessar mundir unnið eftir áætlun um kennaramenntun sem fyrst var unnið eftir skólaárið 1999–2000, en nýlega lauk störfum nefnd sem vann að úttekt og mótaði hugmyndir um nýskipan kennaramenntunar við deildina. Tillögur nefndarinnar hníga að miklu leyti í sömu átt og stefnumörkun Kennaraháskóla Íslands. Stefnt skal að innleiðingu tveggja þrepa námsskipulags eins og kveðið er á um í Bologna-samþykktinni og telur nefndin fyllilega tímabært að lengja réttindanám kennara. Þar með gætu t.d. opnast leiðir til að koma til móts við kröfur um greinabundna þekkingu í eldri árgöngum grunnskólans. Lagt er til að boðið verði upp á framhaldsnám fyrir kennara í tilteknum námsgreinum. Nefndin telur mikilvægt að efla þverfaglegar rannsóknir innan kennaradeildar, endurskipuleggja stöðu og hlutverk skólaþróunarsviðs og að unnið verði að frekari þróun kennsluhátta í deildinni (Háskólinn á Akureyri, 2005). Það er viðtekin skoðun að endurmenntun kennara sé mikilvægur þáttur í starfsþróun þeirra. Mikilvægt er að þeir sem stunda kennslustörf fái markvissan stuðning á kennsluferli sínum en mestu getur skipt að kennarar líti svo á að þeir séu aldrei fullnuma (Ólafur Proppé, 1992 og 2003). Endurmenntun grunnskólakennara var formlega á vegum Kennaraháskólans frá árinu 1974, í samræmi við lög (nr. 38/1971.) þar um, en áður var hún á vegum menntamálaráðuneytisins (Kristín Indriðadóttir, 2004). Algengast var að endurmenntunin færi fram með stuttum námskeiðum að sumri til. Rósa Eggertsdóttir (1999) segir árangur slíkra námskeiða ótryggan, en til að tryggja árangur þurfi endurmenntun að eiga sér stað samhliða þróun í skólastofunni og ráðgjöf kennurum til handa. Eftir skipulagsbreytingarnar sem urðu eftir yfirfærsluna á rekstri grunnskóla til sveitarfélaga árið 1996 fluttist ábyrgðin á endurmenntuninni frá kennaramenntunar- stofnunum til skólastjórnenda og sveitarfélaga. Ekki liggja fyrir athuganir á því hver áhrif breytinganna hafa orðið en svo virðist sem endurmenntun kennara hafi átt nokkuð erfitt uppdráttar á síðustu árum. Skólar fá tilboð um endurmenntun fyrir kennara skólans í heild og því má ætla að dregið hafi úr frumkvæði, valfrelsi og sjálfstæði kennaranna sjálfra. Það hefur legið í loftinu að kennurum finnist þeir beittir þrýstingi um þátttöku í námskeiðum sem ætluð eru öllum kennurum skólans en eigi ekki kost á að velja í samræmi við eigin óskir. Trausti Þorsteinsson (2001) dregur þá ályktun af rannsókn sinni á fagmennsku kennara að endur- og símenntun þeirra hafi meiri áhrif á fagmennsku þeirra en grunnmenntunin sjálf. Hann segir einkenna samvirkrar fagmennsku gæta mest í þremur þáttum; ytri umgjörð, innra mati og ákvörðunum og endurmenntun og skólaþróun. Hann segir niðurstöður sínar ekki sýna afdráttarlaust hvort kennurum finnist að endurmenntun eigi að styrkja liðsheild hvers skóla eða efla sjálfstæði hvers kennara sem sérfræðings í starfi. Þóra Björk Jónsdóttir (2000) telur að efla þurfi leiðsagnarmat í skólastarfi þannig að kennarar fái fagleg viðbrögð við störfum sínum. Hún leggur áherslu á að taka þurfi tillit til reynslu og þarfa kennara við skipulag endurmenntunar. Eins segir Þóra Björk að svo virðist sem nýútskrifaðir kennarar séu oft í óþarflega miklu tómarúmi í upphafi kennsluferils síns. Af niðurstöðum Maríu Steingrímsdóttur (2005) er ljóst að nýútskrifaðir kennarar hafa þörf fyrir stuðning á fyrsta starfsári sínu, þegar fjölmargt nýtt mætir þeim, sem gera má ráð fyrir að hafi ekki allt verið beinn hluti af kennaranáminu. Með slíkum stuðningi er líklegt að nýliðum takist betur að aðlagast starfi sínu og þeir Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.