Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 73
71
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
fjárveitingar eru forgangsmál svo auka megi
gæði og hvetja til rannsókna. Stjórnvöld og
háskólar glíma við að finna viðeigandi viðmið
um fjárveitingar og hafa gæðastjórnunar- og
hvatningarkerfi t.d. verið innleidd.
Í úttektinni kemur fram að um þriðjungur
birtra menntarannsókna á Íslandi er
unninn af fræðimönnum við Uppeldis- og
menntunarfræðaskor Háskóla Íslands, þar sem
eru átta fastráðnir fræðimenn, þar af eru 40%
prófessorar. Við Kennaraháskóla Íslands starfa
um 140 fastráðnir kennarar; um 25% starfs-
manna eru með doktorspróf, 12% eru prófess-
orar. Alls um helmingur birtra menntarann-
sókna kemur frá Kennaraháskólanum. Um
20 fastráðnir kennarar eru við kennaradeild
Háskólans á Akureyri; um þriðjungur þeirra
er með doktorspróf og 25% eru prófess-
orar. Allir eru þessir háskólar að þróa
metnaðarfullt framhaldsnám, en gert er ráð
fyrir að rannsóknamenning háskólanna og
frammistaða verði háð tilvist rannsóknartengds
framhaldsnáms (Rannsóknamiðstöð Íslands og
menntamálaráðuneytið, 2005).
Skipulag kennaramenntunar
á Íslandi nú um stundir
Kennaranám fer fram í fimm mismunandi
háskólum hér á landi. Samkvæmt lögum (nr.
137/1997) er Kennaraháskóli Íslands miðstöð
kennara- og uppeldismenntunar á Íslandi en
þar stunduðu nám haustið 2005 alls 2.367
nemendur, en 562 nemendur stunduðu nám
við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Þá
voru á sama tíma 111 nemendur við nám í
kennslufræði til kennsluréttinda við Háskóla
Íslands sem er 15–30 eininga viðbótarnám fyrir
þá sem hafa lokið bakkalárgráðu í bóklegri
faggrein sinni. Alls 38 nemendur stunduðu
nám til kennsluréttinda við Listaháskóla
Íslands haustið 2005, en þar er markmið
námsins að nemendur byggi traustan grunn,
bæði fræðilegan og verklegan, sem nýtist
þeim við skipulagningu og framkvæmd
listakennslu. Nemendum er skipt í þrjá
faghópa í kennslufræði listgreina; kennslufræði
myndlistar- og hönnunar, kennslufræði
tónlistar og kennslufræði leiklistar. Haustið
2005 hóf Háskólinn í Reykjavík meistaranám
í lýðheilsu- og kennslufræðum til M.Ed. gráðu
og hófu það um 50 nemendur. Um er að ræða
60 eininga nám sem skiptist í 30 eininga
kjarnanámskeið á sviði lýðheilsu með áherslu
á börn og ungmenni og 30 eininga nám í
kennslufræði. Námið veitir réttindi til að starfa
sem kennari við grunn- og framhaldsskóla á
Íslandi þar sem sérstök áhersla er lögð á þætti
sem hafa áhrif á heilsu og velferð barna og
ungmenna.
Allir háskólarnir sem að framan er getið
starfa eftir lögum og reglugerðum sem
um þá gilda og uppbygging námsins er að
miklu leyti mótað í hverri stofnun fyrir sig.
Þjálfun kennaranema fer enn fremur fram
í vettvangsnámi í grunnskólum landsins
undir stjórn kennara. Í Kennaraháskóla
Íslands og Háskólanum á Akureyri er boðið
upp á 90 eininga grunnmenntun en að
auki er boðið upp á 15–30 eininga nám til
kennsluréttinda fyrir fólk sem lokið hefur
fagnámi í verkgrein (meistarabréf í iðngrein,
iðnfræðinám, tæknifræðinám, verkfræðinám
eða annað jafngilt nám), grunnnámi í
listgrein (fullgilt lokapróf frá Myndlista- og
handíðaskóla Íslands, B.A. eða B.Mus.-gráða
frá Listaháskóla Íslands eða jafngilt nám
frá viðurkenndum háskóla), eða grunnnámi
í bóklegri grein (B.A.- eða B.S.-gráða eða
hærri prófgráða frá viðurkenndum háskóla).
Við Kennaraháskóla Íslands og kennaradeild
Háskólans á Akureyri eru framhaldsbrautir þar
sem boðið er upp á nám til kennsluréttinda,
diplómu- (Dipl.Ed.-) og meistaranám (M.Ed.).
Við Kennaraháskólann var fyrst boðið upp
á doktorsnám (Ph.D.) árið 2001. Þá býður
félagsvísindadeild Háskóla Íslands upp á nám
til kennsluréttinda fyrir fólk sem lokið hefur
bakkalárgráðu og meistaranám í kennslufræði
(M.A.) hófst þar haustið 2005. Hér á eftir
verður stuttlega gerð grein fyrir almennri
menntun kennaranema við Kennaraháskóla
Íslands og Háskólann á Akureyri.
Í grunnáminu við Kennaraháskólann
Að styrkja haldreipi skólastarfsins