Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 74

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 74
72 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 sem hófst s.l. haust eru þrjár brautir: Kennarabraut, íþrótta- og heilsufræðibraut og þroskaþjálfa- og tómstundafræðibraut. B.Ed. nám fyrir leikskólakennara, grunnskólakennara og íþróttakennara, B.A. nám fyrir tómstundafræðinga og þroskaþjálfa og B.S. nám fyrir íþróttafræðinga er þriggja ára fræðilegt og starfstengt 90 eininga (180 ECTS) nám. Þrír rauðir þræðir ganga í gegn um námið: tenging við vettvang, tenging við rannsóknir og að lokum miðlun og tjáning. Eftir nám á bakkalárstigi er gert ráð fyriri að nemendur haldi áfram til meistaraprófs sem er 60einingar (120 ECTS) til viðbótar, alls 150e (300 ECTS). Þetta gerist á hverri braut fyrir sig. Markmið meistaranámsins er að gefa nemendum kost á að dýpka þekkingu sína á ákveðnu fræðasviði, og styrkja þá sem fagmenn og rannsakendur í starfi. Hér er einungis gerð grein fyrir kennarabraut og íþrótta- og heilsubraut, eða þeim hluta hennar sem menntar kennara. Í námi leikskólakennaranema kynnast nemendur kenningum og aðferðum við uppeldi og kennslu leikskólabarna, sálfræðilegum kenningum um vitrænan þroska, tilfinningaþroska og þróun tilfinningalegra tengsla. Markmið námsins er að kennaraefnin fái heildarsýn á starfssemi leikskólans, hugmyndafræði leikskólauppeldis og það menningar- og menntahlutverk sem leikskólinn gegnir í lífi ungra barna. Einnig fá nemendur tækifæri til að skoða sjálfa sig, bakgrunn sinn og viðhorf til uppeldis og að móta og skýra viðhorf sín til barna og starfs með börnum. Nemendur læra að skipuleggja námssvið leikskólans í tengslum við menningu, náttúru og samfélagið sem við lifum í og taka mið af því að leikurinn er náms- og þroskaleið barnsins. Nám til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði er þrískipt. Í fyrsta lagi eru námskeið sem leggja grunn að fræðilegri þekkingu og færni (fræðileg ritun, upplýsingatækni, félagsfræði menntunar, heimspeki menntunar og aðferðafræði). Í öðru lagi eru vettvangstengd kennslufræðinámskeið sem leggja grunn að þekkingu á námi og kennslu og færni í kennslu. Í þriðja lagi eru kjörsvið, 40 einingar, eftir vali stúdenta:: Kennsla yngstu barna í grunnskóla; Almenn kennsla í grunnskóla; Erlend mál (enska, danska); Hönnun og smíði; Íslenska; Íslenskt táknmál; Matur- menning-heilsa; Myndmennt; Náttúrufræði; Samfélagsgreinar; Stærðfræði; Tónlist, leiklist og dans; Textílmennt; Upplýsingatækni og miðlun. Nám á kjörsviðum er í nánum tengslum við vettvang og á kennslufræðinámskeiðum er vettvangsnám samþætt fræðilegum undirbúningi og er þess gætt að nemendur séu a.m.k. 5 vikur í starfsþjálfun (æfingakennslu). Auk þessa hafa stúdentar frjálst val um 10 einingar.Lokaverkefni er 5 einingar (10 ECTS). Markmið náms í íþróttafræði við Kennara- háskólann er að búa íþróttafræðinga og kennara sem best undir framtíðarstörf á sviði heilsuræktar og heilsueflingar og tryggja að gæði og innihald námsins standist kröfur nútímans. Námið miðar fyrst og fremst að því að mennta íþróttafræðinga til kennslu í grunn- og framhaldsskólum, en það er einnig þannig skipulagt að þeir geti starfað á öðrum vettvangi, svo sem við þjálfun íþróttafólks, þjálfun í heilsuræktarstöðvum, þjálfun aldraðra, við æskulýðsstörf og að félagsmálum hjá sveitarfélögum. Eftir fyrsta námsárið geta nemendur valið milli tveggja námsleiða, B.Ed. og B.S. náms. B.Ed námið miðar að því að búa nemendur undir kennslu íþrótta á öllum skólastigum. Gert er ráð fyrir að íþróttakennarinn sé sérfræðingur hvers skóla á sviði hreyfingar og heilsu og geti skipulagt starf barna og unglinga á breiðum grundvelli. B.S. námið miðar að því að búa nemendur undir fjölbreytt störf á sviði heilsuræktar, m.a. við þjálfun íþróttafólks, þjálfun í heilsuræktarstöðvum,þjálfun aldraðra, við æskulýðsstörf og að félagsmálum hjá sveitarfélögum. Við kennaradeild Háskólans á Akureyri sækja nemendur á haustmisseri á fyrsta ári á grunnskólabraut allir sömu námskeið, en hafa val um námskeið á vormisseri (5 Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.