Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 104
102
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Kennaralisti Conners
matsmanna (Achenbach, McConaughy og
Howell, 1987) og ósamkomulag um hvernig
beri að vinna með ósamræmi í mati þeirra er
gagnsemi þess að afla upplýsinga frá mörgum
matsmönnum almennt viðurkennd (Whalen og
Henker, 1998). Sérstaklega er það mikilvægt
við greiningu raskana á borð við athyglisbrest
með ofvirkni (AMO) þar sem skilyrði
greiningar samkvæmt DSM-IV er að einkenni
séu til staðar í tvennum eða fleiri aðstæðum
(American Psychiatric Association, 1994).
Margir atferlislistar hafa verið gefnir út
erlendis þar sem kennarar meta hegðun,
félagshæfni og geðbrigði barna og unglinga.
Þekkt og útbreidd matstæki af þessu tagi
eru kennaralistar BASC (Behavior Assessment
System for Children-Teacher Rating Scale;
Reynolds og Kamphaus, 1992), RBPC
(Revised Behavior Problem Checklist; Quay og
Peterson, 1996), TRF (Teacher Report Form;
Achenbach, 1991), SBS (Student Behavior
Survey; Lachar, Wingenfeld, Kline og Gruber,
2000), DSMD (Devereux Scales of Mental
Disorders; Naglieri, LeBuffe og Pfeiffer,
1994) og CTRS-R (Conners’ Teacher Rating
Scale – Revised; Conners, 1997). Hérlendis
hafa þessir atferlislistar ekki verið þýddir,
staðfærðir, staðlaðir og gefnir formlega út.
Endurskoðun á foreldra- og kennaralistum
Conners beindist fyrst og fremst að próf-
fræðilegum eiginleikum þeirra þar sem réttmæti
eldri útgáfunnar hafði verið gagnrýnt (sjá
yfirlit í Gianarris, Golden og Greene, 2001).
Að auki var þörf á endurnýjun úreltra norma í
Bandaríkjunum (Conners, Sitarenios, Parker og
Epstein, 1998a, 1998b). Í endurskoðaðri útgáfu
listanna fylgdi einnig nýr listi, unglingalisti
Conners-Wells (Conners, 1997; Conners o.fl.,
1997).
Í 1. töflu er yfirlit um kvarða í kennaralista
Conners. Kvarðarnir skiptast í tvo flokka.
Annars vegar eru raunvísir kvarðar (empirical
scales) og hins vegar eru klínískir kvarðar.
Raunvísir kvarðar eru sex en klínískir kvarðar
eru sjö. Í endurskoðaðri útgáfu á kennaralista
Conners voru raunvísir kvarðar myndaðir
með þáttagreiningu en klínískir kvarðar út
frá notagildi safns atriða í greiningar- og
meðferðaraðstæðum.
Í endurskoðaðri útgáfu á kennaralista
Conners voru raunvísir kvarðar myndaðir með
leitandi þáttagreiningu og raunprófaðir með
staðfestandi þáttagreiningu. Lítil til miðlungs
fylgni var milli kvarðanna, enda eiga þeir að
meta aðskildar víddir hegðunarerfiðleika og
sálmeinafræði. Við þáttagreiningu kennara-
listans í Bandaríkjunum komu fram sex þættir
sem innihéldu 38 atriði og skýrðu 63% af
dreifingu þeirra (Conners o.fl., 1998a). Þættirnir
mynda sex raunvísa kvarða kennaralistans en
þeir eru (1. tafla): (1) Mótþrói (Oppositional),
(2) Hugrænn vandi/Athyglisbrestur (Cognitive
Problems/Inattention), (3) Ofvirkni (Hyper-
activity), (4) Kvíði-feimni (Anxious-Shy),
(5) Fullkomnunarárátta (Perfectionism), (6)
Félagslegur vandi (Social Problems) (Conners,
1997).
Endurskoðuð útgáfa á kennaralista Conners
inniheldur að auki sjö klíníska kvarða. Þessir
kvarðar voru myndaðir út frá notagildi safns
tiltekinna atriða kennaralistans í greiningu
geðrænna vandkvæða hjá börnum, notagildi
til að meta áhrif íhlutunar á hegðun barna og
tengingu við DSM-IV greiningarkerfið.
Klínískir kvarðar í kennaralista Conners eru
eftirfarandi (1. tafla): (1) Heildartala AMO
(ADHD Index), (2) Heildartala Conners:
Eirðarleysi-hvatvísi (Conners’ Global Index:
Restless-Impulsive), (3) Heildartala Conners:
Tilfinningalegur óstöðugleiki (Conners’ Global
Index: Emotional Lability), (4) Heildartala
Conners: Samantekt (Conners’ Global Index:
Total), (5) DSM-IV: Athyglisbrestur (DSM-IV
Symptoms Subscales: Inattentive), (6) DSM-
IV: Ofvirkni-hvatvísi (DSM-IV Symptoms
Subscales: Hyperactive-Impulsive), (7) DSM-
IV: Samantekt (DSM-IV Symptoms Subscales:
Total).
Inntak klínísku kvarðanna sjö skarast að
hluta við raunvísu kvarðana sex. Heildartala
AMO (ADHD Index) er sett saman úr 12 at-
riðum sem greina best milli ofvirkra barna með
athyglisbrest og venjulegra barna. Notagildi
þessa kvarða er fyrst og fremst í skimun