Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 145

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 145
143 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 heimanám. Vettvangsnótur í bekk voru skráðar að viðtölunum loknum; í fyrsta lagi lýsandi upplýsingar (e. descriptive information), svo sem samtöl nemanda og kennara og skýringar á sérstökum atburðum, og í öðru lagi íhugun rannsakenda (e. reflective information) um það sem fyrir bar (Gall, Borg og Gall, 1996). Framkvæmd Rannsóknin var unnin af höfundum þessarar greinar. Spurningalisti vegna viðtala var saminn út frá markmiðum rannsóknarinnar og fræðilegum bakgrunni, og forkönnun með rýnihópum. Spurningalistinn var yfirfarinn af dr. Ninu Colwill sem starfaði tímabundið sem rannsóknarráðgjafi við Háskólann á Akureyri. Forkönnun fór fram með aðstoð tveggja rýnihópa. Í fyrri rýnihópnum voru fjórar konur af erlendum uppruna sem allar áttu börn í skólum á Akureyri, þrjár þeirra áttu tvö börn og ein þrjú börn. Spurt var um tungumálagetu og möguleika þeirra á að aðstoða börnin við heimanám, um reynslu af skólakerfinu hér á landi og því landi sem þær komu frá. Rætt var um fordóma og hvernig mæðurnar teldu að breyta þyrfti úrræðum í skólum vegna barna af erlendum uppruna. Í seinni rýnihópnum voru fimm kennarar frá skóla þar sem starfrækt er móttökudeild fyrir nýbúa. Spurt var hvernig skólinn tæki á móti erlendum börnum, um samstarf, tungumál, skipulag náms og námsefni, heimanám, félagslegar aðstæður og menningu. Spurningalistinn var lagður sem viðtals- grunnur fyrir kennara í þremur skólum á Akureyri, í sex skólum í Gjövik í Noregi og í tveimur skólum í Manitoba í Kanada. Leitað var til skólastjóra á Akureyri um aðstoð við að finna viðmælendur. Í Noregi lagði Jan Tambs- Lyche rektor í Gjövik beiðni rannsakenda fyrir skólastjórafund til samþykktar. Í Manitoba var umsókn um leyfi til rannsóknar samþykkt af siðanefnd Háskólans í Manitoba og með skilyrðum um upplýst samþykki viðmælenda. Alls staðar var óskað eftir viðmælendum sem hefðu umsjón með bekk þar sem væri a.m.k. einn nemandi af erlendum uppruna sem ekki hefði verið lengur í bekknum en í eitt ár. Viðtölin, sem tóku um 45 mínútur hvert, voru tekin upp með upptökutæki og afrituð af viðkomandi spyrjanda. Við Háskólann í Manitoba voru einnig tekin tvö viðtöl við dr. Jonathan Young sem lengi vann að skipulagi fjölmenningarlegrar kennslu fyrir stjórnvöld í Kanada. Vettvangsnótur voru skráðar í einni til tveimur kennslustundum hjá þeim kennurum sem þátt tóku í rannsókninni. Rannsakandinn sat þar sem kennari taldi að best væri svo hann truflaði kennsluna og nemendur sem minnst. Rannsakandinn fylgdist með og skráði hjá sér þau atriði sem honum fannst sérstaklega mikilvæg varðandi nemendur af erlendum uppruna og tengdust efni rannsóknarinnar. Voru það atriði eins og samskipti nemenda við aðra nemendur, samskipti nemenda og kennara, námsefni og kennsluaðferðir kennara og viðhorf og viðmót kennara og nemenda. Greining gagna Við greiningu gagna var unnið samkvæmt aðferð Kvale (1996) um merkingargreiningu. Kvale gerir grein fyrir fimm mögulegum aðferðum í því skyni; samþjöppun, flokkun, söguskoðun, túlkun og greiningu í sérstöku augnamiði. Ákveðið var að beita samþjöppun sem felur í sér að rannsakendur leita að meginþáttum í viðtölunum, greina þætti sem ganga í gegnum gögnin og draga ályktanir um merkingu þeirra. Að því loknu er dregin fram heildarmynd af hverjum þætti og allar niðurstöður bornar saman, ræddar og komist að sameiginlegri ályktun. Markmiðið með þessu er að tryggja sem best trúverðugleika greiningarinnar (Kvale, 1996:201–204). Niður- stöður rannsakenda voru í flestum tilfell-um samhljóða. Við greiningu á vettvangsnótum var ákveðið að nota túlkandi greiningu; ályktanir sem dregnar voru af gögnunum voru vandlega skoðaðar með það í huga að finna ákveðna uppbyggingu, þemu og snið sem gætu lýst því sem fram fór í bekkjunum (Gall, Borg og Gall, 1996). Fjölmenningarleg kennsla í Manitoba í Kanada, í Noregi og á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.