Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 150

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 150
148 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 annarra innan skólans, svo sem skólaráðgjafa. Samt sem áður töluðu allir kennararnir um mikilvægi tengsla við foreldra. Í orðum eins kennarans kom fram að hann nyti þess að vinna með foreldrum og að sú vinna væri forsenda þess að barni liði vel í skólanum. Kanadísku kennararnir sögðu að foreldrarnir væru næmir fyrir viðhorfum og viðurkenningu samfélagsins, þeir væru oft áhyggjufullir og hræddir um að barnið þeirra skæri sig úr, og þeir hefðu það í huga. Kennararnir sögðu að börnin væru oft mjög dugleg í námi og metnaðarfull, fjölskyldur þeirra bæru virðingu fyrir náminu og legðu því að börnum sínum að standa sig. Foreldrarnir kæmu gjarnan til Kanada til þess að veita börnum sínum betri námstækifæri en þeir stæðu frammi fyrir margs konar erfiðleikum í nýju landi. Þeir fengju oft ekki störf sem hæfðu menntun þeirra og væri tungumálið helsta hindrunin. Þetta ástand einangrar fjölskyldur og virðast mæður eiga sérstaklega erfitt uppdráttar og oft vera lokaðar inni á heimilum. Þó kom skýrt fram að fólk sem flytur til Kanada gengur gjarnan inn í samfélag þjóðar sinnar í landinu og fær þar stuðning, annaðhvort frá eigin stórfjölskyldu eða öðrum í samfélaginu. Þetta er fólkinu augljóslega afar mikilvægur styrkur. Í skólunum sex í Noregi kom fram að fyrir liggur ákveðið skipulag innan skólanna um hátt samskipta við foreldra. Fjórir kennaranna töluðu um að haldnir væru reglulegir fundir að hausti, bæði með foreldrum bekkjarins en einnig með einkaviðtölum. Með samskiptabók á að stuðla að gagnkvæmum samskiptum. Samt sem áður kom fram hjá þessum fjórum kennurum að tengslin eiga sér einungis stað með þessum formlega hætti og virtist sem kennararnir héldu ákveðinni fjarlægð frá foreldrunum. Í viðtölunum kom fram að foreldrarnir stæðu oft utan við hefðbundið samfélag og ætti tungumálið stærstan þátt í því, sérstaklega virtist þetta eiga við um mæðurnar. Algengt virtist vera að foreldrarnir gerðu ekki kröfur til skólans, jafnvel þótt þeir gerðu kröfur til barna sinna. Tveir kennaranna sögðust engin samskipti hafa við foreldrana. Svo virtist sem flestir íslensku kennararnir sýndu ábyrgðarleysi í samskiptum sínum við foreldra nemenda. Fjórir kennaranna sögðust aldrei leita upplýsinga um nemendur hjá foreldrum og þrír þeirra höfðu engin svör við spurningum sem vörðuðu samstarf við foreldra. Foreldraviðtöl voru haldin tvisvar á ári en ekki virtist vera annað ákveðið skipulag af hendi skólans á samskiptum kennara og foreldra. Fjórir kennaranna sögðust ekki hafa frumkvæði að samskiptum við foreldrana. Þeir höfðu allir litlar upplýsingar um væntingar foreldra til skólans, hvernig foreldrar teldu að börnum þeirra liði í skólanum eða hvort þeir hefðu áhyggjur af skólagöngu barna sinna. Einn kennaranna kvaðst hafa mikið og gott samband við móður nemanda síns og hitta hana oft í viku þegar hún kæmi í skólann. Heimanám Í kanadísku skólunum tveimur er ætlast til sama heimanáms hjá öllum nemendum hvort sem þeir eru af erlendum uppruna eða innfæddir. Kennararnir voru sammála um að það væri upp og ofan hvort foreldrar veittu börnunum hjálp við heimanámið, almennt virtust kennararnir ekki reiða sig á það. Ekki virtist um mikla heimavinnu að ræða enda sögðu kennararnir að almennt þýddi lítið að setja meira fyrir í heimanámi en lestur og létt verkefni, svo sem réttritunar- eða stafsetningarverkefni. Í Noregi er lögð töluverð áhersla á heimanám í skólunum sex sem farið var í. Í flestum tilvikum er ætlast til daglegs heimanáms og gjarnan er heimanámið sett fyrir tiltekna daga eða gerð vinnuáætlun til ákveðins tíma og nemendur skipuleggja sjálfir hvenær þeir ljúka vinnu sinni. Sumir kennararnir ætlast til að foreldrar hjálpi börnum sínum en aðrir sögðust ekki geta gert kröfu til þess. Þess ber að geta að í boði er aðstoð við heimanám í skólanum. Þá kom fram að í einhverjum tilfellum stendur til boða að móðurmálskennarar fari heim til nemenda og veiti aðstoð þar við námið. Í íslensku skólunum þremur er yfirleitt gefin út heimavinnuáætlun. Nemendur eiga að ljúka heimanámi fyrir vikulok og foreldrar kvitta þegar vinnu er lokið. Börn sem eru í skólavistun Fjölmenningarleg kennsla í Manitoba í Kanada, í Noregi og á Íslandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.