Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 152

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 152
150 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 í upphafi skólavistar. Segja má að nám sé lífsgæði og lykill að framtíð. Nám þarf að vera hæfilega krefjandi fyrir hvern og einn (Tomlinson, 1999) og því hljóta minni námskröfur til nemenda af erlendum uppruna að rýra lífsgæði þeirra samanborið við innfædda. Ákvarðanir um minni námskröfur virðast hvíla annars vegar á slakri tungumálakunnáttu nemenda og hins vegar erfiðleikum í samstarfi heimilis og skóla um námið. Í stað þess að rýra möguleika nemenda til náms og lífsgæða þarf að hlúa sérstaklega að þessum tveimur þáttum. Fræðimenn hafa sýnt fram á nauðsyn þess að skólar og kennarar tileinki sér þau auðæfi sem felast í fjölbreytileikanum, vinni úr þeim og kunni að meta menningarlega fjölhyggju. Þeir tala um að ekki megi eyða menningarlegri fjölbreytni eða umbera hana með semingi. Fjölmenningarleg kennsla á ekki að vera viðbót eða útfærsla sem byggir á fyrri hugsun um menntun. Hún verður að vera forsenda og meginmarkmið menntunar. Markmið fjölmenningarlegrar kennslu nást ekki ef henni er eingöngu beitt sem íhlutun vegna erfiðleika eða menningarmismunar (Parekh, 2006; Tiedt og Tiedt, 2002). Í skólunum í Manitoba (Kanada) var námsumhverfið mótað í þeim tilgangi að styrkja sjálfsmynd nemenda af erlendum uppruna og nemendur beinlínis hvattir til að taka þátt í sem flestu í félags- og skólastarfi. Kennararnir áttuðu sig betur á stöðu nemenda en íslensku og norsku kennararnir og unnu markvisst að því að jafna hana sem best, m.a. með sérsniðum áætlunum (Gordon, 2005). Íslensku og norsku kennararnir gerðu sér grein fyrir því að sjálfsmynd barna af erlendum uppruna væri slök. Norsku kennararnir töluðu um mikilvægi þess að nemendur lærðu samvinnu og að unnið væri með félagslega þætti. Hins vegar mátti greina mótsagnir í orðum þeirra og gjörðum því í vettvangsathugunum kom fram að lítil áhersla virtist lögð á samvinnu í kennslunni. Ainscow (1999) hefur sýnt fram á að nemendur geta lagt mikið af mörkum með því að vinna saman og hjálpa hver öðrum. Stuðningur nemenda hver við annan er oft vannýtt afl sem getur fjarlægt hindranir og aukið möguleika allra til betra náms og aukins skilnings. Aðalatriðið er færni kennara til að virkja þessa ónotuðu orku og skipuleggja kennsluna þannig að hún ýti undir félagslegan þátt námsins. Svör þátttakenda við spurningum er snerta aðlögun nemenda af erlendum uppruna að nýju menningarsamfélagi benda til þess að þar séu talsverðir erfiðleikar á ferð, sérstaklega kom þetta fram hjá norsku og íslensku kennurunum. Tungumálið er mörgum þessara nemenda fjötur um fót og tengsl kennara við foreldra virðast oft lítil eða engin. Kanadísku kennararnir virtust átta sig vel á því hvernig nemendur af erlendum uppruna aðlagast nýju menningarsamfélagi. Þeir segja ríka hefð fyrir því að innflytjendur séu stoltir af menningu sinni og siðum, sem m.a. getur helgast af því að menningu nemenda er gert hátt undir höfði í skólunum. Norsku og íslensku kennararnir virtust hins vegar fría sig ábyrgð gagnvart börnum af erlendum uppruna. Þeir töluðu um „þetta fólk“ og „öðruvísi fólk“ og töluðu um skil á milli Norðmanna eða Íslendinga og innflytjenda. Slíkar yfirlýsingar geta bent til fordóma eða þekkingarskorts og verið hindrun í samskiptum (sjá t.d. Banks, 2002; Gay, 2000). Þessir kennarar töldu það ekki sitt hlutverk að stuðla að aðlögun nemendanna að nýju samfélagi og þeir virtust ekki vita hvernig þeir aðlagast norsku eða íslensku samfélagi. Fram kom hjá einum norsku kennaranna að hann sæi ekki gildi þess að fólk af ólíkum þjóðarbrotum byggi í sama landi. Svo virðist sem þessa kennara skorti skilning og innsæi á þessu sviði. Í öllum löndunum kom fram að nemendur af erlendum uppruna eiga í erfiðleikum með tungumálið og málskilning, merking ritaðs og talaðs máls er þeim fjötur um fót, sérstaklega fyrstu árin eftir að þeir koma til landsins. Kanadísku kennararnir lögðu sjálfir mat á stöðu nemenda sinna en gátu einnig leitað til fagaðila innan skólans. Í Noregi var ekki lagt formlegt mat á tungumálakunnáttu erlendu nemendanna í skólunum sem farið var í og því Fjölmenningarleg kennsla í Manitoba í Kanada, í Noregi og á Íslandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.