Gerðir kirkjuþings - 1999, Blaðsíða 7
FORMÁLI.
Við undirbúning kirkjuþings 1999 var ákveðið að hafa nokkuð annan hátt á
meðferð og frágangi umræðna og gagna, sem lögð yrðu fram á þinginu. Var það með þeim
hætti, að umræður voru teknar upp á band og afritaðar eins fljótt og hægt var. í fyrsta skipti
var talið eðlilegt, að gefa ræðumönnum kost á það lesa mál sitt yfir áður en þar væri sett
inn á heimssíðu þjóðkirkjunnar, sem var gert svo fljótt sem kostur var.
Þingskjöl með þeim málum, sem lögð voru fram á þinginu, voru sett jafnóðum inn á
heimasíðuna. Nefndarálit og breytingartillögur ásamt lokaskjölum koma svo á eftir hverju
máli. Hins vegar munu ýmsar skýrslur og fleiri fylgiskjöl með sumum málanna ekki verða
settar þar inn, þar sem slíkar skýrslur koma í Árbók kirkjunnar. Allir sem hafa aðstöðu til
að komast inn á kirkjuvefmn hafa þar því aðgang að framvindu mála á kirkjuþingi en
slóðin er http://www.kirkian.is/kirkiuthing.
Á fundi kirkjuráðs með forseta, varaforsetum og formönnum nefnda kirkjuþings
hinn 16. nóv. s.l. var því ákveðið, að í gerðum kirkjuþings yrði að þessu sinni aðeins
ávörp, skýrsla kirkjuráðs, málaskrá, atkvæðagreiðslur og endanleg afgreiðsla kirkjuþings.
Með þessúm hætti verða gerðimar einfaldar í sniðum, en fyrst og fremst verða aðalatriðin
aðgengileg fyrir starfsmenn kirkjunnar og sóknamefndarmenn, þ.e. endanleg niðurstaða
kirkjuþings um afgreiðslu hvers máls.
Þeir sem ekki hafa greiðan aðgang að heimasíðunni eiga svo kost á því að fá þau
skjöl, sem þar em og þá vantar, frá biskupsstofu.
Jón Helgason.