Gerðir kirkjuþings - 1999, Blaðsíða 85
17. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 17.
TILL AG A
að starfsreglum um kirkjuráð.
Flm. sr. Halldór Gunnarsson.
1. gr.
Kirkjuráð starfar á grundvelli laga nr. 78/1997 og fer með framkvæmdavald
þjóðkirkjunnar eftir markaðri stefnu laga og samþykkta kirkjuþings.
2. gr.
Biskup er formaður kirkjuráðs og boðar til fundar með minnst viku fyrirvara, að
jafnaði eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði með skriflegri dagskrá og fylgiskjölum.
Fundargerðir hvers fundar skulu ffágengnar innan viku frá fundi og sendar út til
kirkjuþingsmanna. Ef biskup þarf að víkja sæti sem formaður tekur vígslubiskup sæti
hans eftir vígsluröð.
3. gr.
Rétt til fundarsetu með málffelsi og tillögurétt eiga vígslubiskupar, þegar sérstaklega
er fjallað um málefhi þeirra og forseti kirkjuþings, þegar fjallað er um málefhi
kirkjuþings.
4. gr.
Kirkjuráð getur sett bindandi starfsreglur um málefni þjóðkirkjunnar þegar ríka
nauðsyn ber til, ef þær eru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum. Slíkar reglur taka
gildi eins og aðrar reglur kirkjuþings, 30 dögum eftir auglýsingu í Stjómartíðindum og
gilda þær, þar til næsta kirkjuþing hefur tekið þær til umfjöllunar og afgreiðslu með
bindandi hætti.
5. gr.
A fyrsta fundi kirkjuráðs eftir kirkjuráðskosningu skipta kirkjuráðsmenn fyrir utan
biskup með sér verkum þannig: Tveir kirkjuráðsmenn bera ábyrgð fyrir fjárhagsnefnd
kirkjuþings með fjármálastjóra kirkjunnar á ráðstöfun fjár þjóðkirkjunnar eftir samþykktri
fjárhagsáætlun, sem kirkjuráð hefur lagt ffam og kirkjuþing samþykkt. Einn
kirkjuráðsmaður ber ábyrgð fyrir löggjafamefnd á úrvinnslu mála, sem löggjafamefnd
hefur fjallað um, milli kirkjuþinga og einn kirkjuráðsmaður ber samsvarandi ábyrgð fyrir
allsherjamefnd. Sömu kirkjuráðsmenn eiga sæti í viðkomandi nefndum kirkjuþings, séu
þeir kirkjuþingsfulltrúar. Formenn viðkomandi nefnda kirkjuþings kalla til þessara
samráðsfunda a.m.k. einu sinni milli kirkjuþinga í samráði við forseta kirkjuþings og
undirbúa fundina í samráði við viðkomandi kirkjuráðsmenn og biskup. Fundargerðir
þessara funda skulu ffágengnar innan viku ffá fundi og staðfestar af formanni og ritara og
sendar út til kirkjuþingsmanna.
Komi upp ágreiningur milli meirihluta í viðkomandi nefhdum og fulltrúum
kirkjuráðs, skal honum vísað til biskups til úrlausnar. Sé þeirri úrlausn ekki unað, getur
meirihluti nefndar falið formanni nefndarinnar að fjallað sé sérstaklega um það á næsta
kirkjuþingi.
80