Gerðir kirkjuþings - 1999, Blaðsíða 90
19. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þskj, 19.
TILL AG A
að starfsreglum
um sérstakar greiðslur til presta.
Flm. sr. Halldór Gunnarsson.
Prestar, sem sinna viðbótarstörfum umfram það embætti sem þeir hafa verið ráðnir til
og kjaranefnd úrskurðar ekki um laun til og ekki er ákvarðað í embættiskostnaðar-
samningi, s.s. kirkjuþingsstarfi, kirkjuráðsstarfi, nefndarstörfum á vegum þjóðkirkjunnar,
störfum við ákveðin sérviðfangsefni, sem biskup/ kirkjuráð eða kirkjuþing ákveða og
viðbótarstarfi sóknarprests við sameiningu prestakalla, fá greidd laun, aksturdagpeninga
eða útlagðan kostnað eítir reikningi, eftir því sem við á, samkvæmt ákvörðun
biskupsstofu og úrskurði þóknananefndar.
Greinargerð.
Drög að þessum starfsreglum eru unnar í stað þess bráðabirgðarákvæðis sem
samþykkt var á kirkjuþingi 1998 um að þau ákvæði laga nr.62/1990, svo og annarra laga
og reglna, þar sem ekki hafa komið starfsreglur í staðinn, gildi sem starfsreglur, uns
kirkjuþing hafi sett nýjar. Þessar starfsreglur voru ekki birtar í Stjómartíðindum, svo ætla
má að þær hafi ekki tekið gildi. Með þeim málum sem kirkjuráð sendi út til
kirkjuþingsfulltrúa um miðjan september vom engar tillögur um þessar starfsreglur og em
þær því fluttar hér í sérstöku þingmáli.
Kostnaður við þessar starfsreglur ef samþykktar yrðu, myndu vera kostaðar af
kristnisjóði eftir því sem við á.
í 48. gr. laga nr. 62/1990 er um að sóknarprestum og próföstum væri skylt að hlíta
breytingum á stærð prestakalla og prófastsdæma án viðbótarlauna. Þessu ákvæði var
mótmælt af nær öllum prestum sem þá urðu fyrir þessu og vitað er að einu slíku máli
hefur nýlega verið beint til umboðsmanns Alþingis til úrlausnar. A síðasta kirkjuþingi var
breytt prestakallaskipun eftir lögum nr.78/1997 í Rangárvallaprófastsdæmi þannig að þar
fækkaði prestum úr 6 í 4. Við þá breytingu er ekki ljóst, hvemig fara eigi með aksturs- og
embættiskostnað og laun. Engin lög eða starfsreglur innan kirkjuréttar, kveða skýrt á um
þetta. Því er kveðið á um þessi atriði í umræddri grein.
Ennfremur er kveðið á um hvemig skuli fara með launagreiðslur, akstursgreiðslur og
aðrar kostnaðargreiðslur til presta í starfi umfram skyldu embættisstarfa, sem þeir em
kallaði til.
Afgreiðsla.
Tillögunni var vísað til fjárhagsnefndar. Tillagan kom ekki aftur frá nefndinni en
framsögumaður nefndarinnar Jóhann E. Bjömsson skýrði frá því að efni tillögunnar kæmi
inn í afgreiðslu 18. máls.
85