Gerðir kirkjuþings - 1999, Qupperneq 51
7. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þskj, 7.
Organista er skylt að sitja fimdi sem sóknamefnd eða sémefhdir á vegum safnaðar
boða hann til, enda varði fundarefhi verksvið hans. Hann skal taka þátt í samstarfi
organista og kirkjukóra innan prófastsdæmisins.
Organista ber að gera starfsáætlun fyrir hvert starfsár eða starfstímabil í samræmi við
starfs - og rekstraráætlun sóknar og starfsáætlun sóknarprests og prests. Organista ber
einnig að taka þátt í gerð starfs - og rekstraráætlunar sóknar og sóknarprests.
Organisti getur eigi stofnað til fjárútláta nema á grundvelli samþykktrar
fjárhagsáætlunar sóknar og með samþykki sóknamefndar.
Organista ber að gæta þess, eins og kostur er og aðstæður leyfa, að viðunandi aðstaða
og búnaður sé til staðar og að hann sé jafnan í góðu ásigkomulagi og við hæfi. Organisti
gerir réttum aðilum viðvart ef út af bregður.
Organista ber, með stuðningi sóknamefndar, að viðhalda þekkingu sinni og menntun
eftir fongum til að geta ávallt sem best sinnt starfi sínu.
Réttindi organista í starfi.
4. gr.
Organisti ræður ffamkvæmd starfa sinna, samkvæmt 2. gr. með þeim takmörkunum
sem leiðir af öðrum ákvæðum reglna þessara.
Sóknamefnd, sóknarpresti, presti og öðrum starfsmönnum sóknar, svo og
sémefhdum, er kunna að vera skipaðar í sókn, ber ávallt að hafa fullt samráð við
organista um allt er varðar tónlistarmálefhi safnaðarins, s.s. hljóðfæri safnaðar svo og
annan búnað er varðar starfssvið organista, þ.m.t. kaup, viðgerðir eða viðhald á búnaði.
Organista er heimilt að veita öðmm en sóknarmönnum þjónustu þá er getur í 3. tl. 2.
mgr. 2. gr., enda komi það ekki niður á fostu starfi hans.
Auglýsingar, ráðningarsamningar o. fl.
5. gr.
Auglýsa skal laus störf organista með fjögurra vikna umsóknarfresti hið minnsta.
Auglýsing skal birtast í prentuðum fjölmiðli (dagblaði) sem dreift er á landinu öllu. í
auglýsingu skal tiltekið:
a) hvemig ráðningarkjör em, sbr. 6. gr.
b) hvenær umsóknarfrestur rennur út
c) hvert umsóknir skuli senda
Umsóknir, þar sem óskað er nafnleyndar, skulu ekki teknar gildar.
I umsókn sinni skal umsækjandi gera grein fýrir menntun og fýrri störfum.
Ráðningarsamningar.
6. gr.
Sóknamefnd ræður organista í samráði við sóknarprest, sbr. 17. gr. starfsreglna um
sóknamefndir, nr. 732/1998.
47