Gerðir kirkjuþings - 1999, Blaðsíða 57
10. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 10,
TILL AG A
að starfsreglum um
sérhæfða þjónustu kirkjunnar við íjölskylduna
Flutt af biskupi f.h. kirkjuráðs.
1-gr.
Á vegum íslensku þjóðkirkjunnar skal halda uppi sérhæfðri þjónustu við
fjölskylduna auk skyldra verkefna eftir því sem biskup ákveður nánar.
2. gr.
Kirkjuráð veitir þann fjárhagslega tilstyrk sem þarf til að unnt sé að halda uppi starfi
á grundvelli 1. gr., eftir því sem ráðið ákveður nánar hverju sinni.
3. gr.
Heimilt er að afla starfsemi á grundvelli 1. gr. sértekna með þjónustugjöldum vegna
þeirra, sem þjónustuna þiggja hveiju sinni, eða öðrum sambærilegum tekjum.
4. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjóm og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 1. janúar árið 2000.
Ákvæði til bráðabirga.
Starfrækja skal Fjölskylduþjónustu kirkjunnar á þeim gmndvelli sem stofnunin hefur
starfað á, nema stofnendur ákveði að skipa málum annan veg.
Athugasemdir við starfsreglur þessar.
í 2. mgr. 59. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 er
gert ráð fyrir að settar séu starfsreglur um hinar ýmsu stofnanir kirkjunnar. Reglur þessar
sem samdar em á vegum kirkjuráðs em settar um starfsemi sem nú er á vegum
fjölskylduþjónustu kirkjunnar.
Við setningu reglna þessara er byggt á þeirri gmndvallarhugsun að kirkjuþing taki þá
ákvörðun að þessi þjónusta skuli standa til boða og veiti stuðning kirkjunnar í heild til
þeirra verka með fyrirmælum kirkjuþings í formi starfsreglna. Jafnframt er það staðfest
að starfsemi af þessum toga fellur undir þann þátt biskupsstarfa er lýtur að líknarþjónustu.
Býr sú hugsun að baki að biskup íslands hafi forgöngu og umsjón með inntaki
líknarþjónustu kirkjunnar, en kirkjuráð hafi þá stöðu í stjómkerfi þjóðkirkjunnar lögum
samkvæmt, að geta veitt fé til starfans og geti sinnt því hlutverki að annast um þá ytri
umgjörð sem nauðsyn kann að reka til að lögð sé til. Hér er ekki verið að taka afstöðu að
öðm leyti til margvíslegra grundvallaratriða og spuminga sem vaknað geta um starfsemi
af þessi tagi heldur er verið að finna viðfangsefninu stað í nýju stjómkerfi kirkjunnar og
skapa því trygga umgjörð og grundvöli. Þá er þess gætt að hafa reglumar almennar svo
framkvæmd megi sm'ða að aðstæðum hverju sinni.
53