Gerðir kirkjuþings - 1999, Blaðsíða 118
31. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 31.
TILLAGA
til þingsályktunar um kaup og sölu á prestssetrum.
Flm. Bjami Kr. Grímsson.
Afgreiðsla.
Framsögumaður íjárhagsnefndar Gunnar Sveinsson gerði grein fyrir áliti
nefhdarinnar sem lagði til breytingar á tillögunni og málið yrði afgreitt með eftirfarandi
ÁLYKTUN
Kirkjuþing 1999 samþykkir að keypt verði:
• Hlíðarbraut 20, Blönduósi, Húnavatnsprófastsdæmi.
• Kirkjuvegur 13, Hofsósi, Skagafjarðarprófastsdæmi.
Kirkjuþing 1999 samþykkir sölu á eftirfarandi:
• Prestsseturshúsinu Laufási í Þingeyjarprófastsdæmi.
• Prestssetursbústaðnum Ránargötu 1, Grindavík í Kjalamessprófastsdæmi.
• Hitaveituréttindum jarðarinnar Mosfelli í Kjalamessprófastsdæmi, ef viðunandi tilboð fæst, en
heimild til sölu var einnig samþykkt á kirkjuþingi 1998.
Nefndin bendir á eftirfarandi:
Ennfremur er lagt til að heimild til sölu á prestssetursjörðinni Hraungerði, Ámesprófastsdæmi,
verði frestað, þar sem ekki liggur fyrir skýr eignar- og réttarstaða prestssetra, svo og að ekki hefur
reynt á að prestur sitji jörðina.
Lagt er til að frestað verði sölu á landsspildum úr landi Útskála,
Kjalamessprófastsdæmi, þar sem fyrir liggur að hagkvæmara geti reynst að leigja landið
fremur en að selja.
Verði af sölu Ránargötu 1, Grindavík er bent sérstaklega á þörf fyrir prestssetur í
Selfossprestakalli og Hraungerðisprestakalli.
Samþykkt samhljóða.
113