Gerðir kirkjuþings - 1999, Blaðsíða 26
1. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 1.
Hlutverk starfshópsins er m.a. að undirbúa úthlutanir, semja um kaup og kjör
starfsmanna, undirbúa mál fyrir fundi kirkjuráðs og kirkjuþings.
Lögfrœðilegt álit ásamt skýringum á l. nr. 78/1997, með tilliti til valdsviðs kirlguráðs og
kirkjuþings.
Samkvæmt samþykktum kirkjuþings óskaði kirkjuráð eftir lögfræðilegri álitsgerð um
valdsvið kirkjuráðs og kirkjuþings. Þar kemur m.a. fram hver verkaskipti eru milli
biskups, kirkjuráðs og kirkjuþings samkvæmt lögum um stöðu, stjóm og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og hver takmörk eru á heimildum aðila. Mörg önnur álitaefhi
em reifuð. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor og annar höfundur álitsgerðarinnar mætti á
fund kirkjuráðs með forseta kirkjuþings og formönnum fastanefnda kirkjuþings og skýrði
álitið almennt og svaraði spumingum. Það er mat kirkjuráðs að rétt sé að móta
vinnubrögð í samræmi við álitið og telur ekki tímabært að óska eftir lagabreytingum að
svo stöddu. Álitsgerðin fylgir skýrslu þessari.
Frumvarp til laga um breyting á lögum um embœttiskostnað sóknarpresta og aukaverk
þeirra.
Það var lagt fram sem stjómarfrumvarp á Alþingi og samþykkt þar óbreytt frá
afgreiðslu kirkjuþings, sem lög nr. 141/1998.
Jafnréttisáætlun kirkjunnar.
Jafnréttisnefnd kirkjunnar hefur haft ýmis mál til meðferðar. Kirkjuráð hefur haft
jafnréttisáætlunina að leiðarljósi við skipan nefnda á vegum kirkjunnar. Um störf
Jafnréttisnefndar kirkjunnar er vísað að öðm leyti til skýrslu hennar.
Strandarkirkja.
Samin hafa verið drög að skipulagsskrá og breytingum á reglum um fjárstjóm
Strandarkirkju. Málið er í vinnslu í dóms og kirkjumálaráðuneytinu.
Þingsályktun um störf biskupa, breytingu á biskupsumdœmum, kirkjustefnu og
starfsháttum.
Löggjafamefnd kirkjuþings var falið málið og hefur kirkjuráð ekki haft afskipti af
því.
Nýling fjölmiðla íþágu kirkjunnar.
Biskupsstofa hefur lagt drög að heimasíðu kirkjunnar, hönnunarvinna er í gangi og
mörkun efnisflokka er lokið. Stefnt er að því að heimasíða verði formlega opnuð innan
tíðar. Víðförli fékk nýtt hlutverk sem upplýsingamiðill og var jafnóðum birtur á vefnum.
í haust réði biskupsstofa Öddu Steinu Bjömsdóttur, guðfræðing, í hlutastarf til að ritstýra
Víðforla og sinna öðrum fjölmiðlamálum.
Fjárhagslegur rekstrargrundvöllur kirkju að Ljósavatni.
Kirkjuráð hefur veitt fé til byggingar Ljósavatnskirkju, en jafnframt lagt
áherslu á það að kirkjuráð getur ekki skuldbundið sig til að taka þátt í rekstri
sóknarkirkju til frambúðar.
22