Gerðir kirkjuþings - 1999, Blaðsíða 65
13. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 13.
SKÝRSLA
Prestssetrasjóðs.
Flutt af Bjama Kr. Grímssyni.
Núverandi stjóm Prestssetrasjóðs er að ljúka sínu fyrsta ári, en á síðasta kirkjuþingi
var í fyrsta sinn kjörin stjóm fyrir Prestssetrasjóð á kirkjuþingi samkvæmt nýjum lögum
um stjóm og starfshætti kirkjunnar.
Kirkjuþing kaus sem formann Bjama Kr. Grímsson og í aðalstjóm með honum
Guðmund Þór Guðmundsson og Amfríði Einarsdóttur.Til vara vom kosin þau Láms Ægir
Guðmundsson, Margrét Jónsdóttir og sr. Ulfar Guðmundsson. Strax daginn eftir kjörið
sögðu þau Guðmundur Þór Guðmundsson og Amfríður Einarsdóttir af sér án
sértilgreindar ástæðu og tóku þá við varamenn í þeirri röð sem fjöldi atkvæða skipaði
þeim. Þannig kom sr. Ulfar Guðmundsson inn sem fyrsti varamaður og síðan Láms Ægir
Guðmundsson sem annar varamaður. Margrét Jónsdóttir sat aldrei stjómarfund, en hún
andaðist fyrr á þessu ári. Þess vegna em engir varamenn til fyrir núverandi stjóm og
verður því að kjósa þá á þessu kirkjuþingi.
Stjómin hefur haldið alls tólf stjómarfundi ffá síðasta kirkjuþingi.
Starfsaðstaða - starfsmenn.
Eins og fram kom í skýrslu fyrrverandi stjómar til síðasta kirkjuþings þá hafði verið
ráðið í stöðu eftirlitsmanns með prestssetmm og gegnir Kristin Mjöll Kristinsdóttir því
starfi. Aðrir starfsmenn em ekki hjá sjóðnum, en formaður stjómar gegnir í hlutastarfi
starfi framkvæmdastjóra um sinn.
Samningur er við Biskupsstofu um að hún annist skjalavörslu, bókhald og fjárreiður
sjóðsins, svo og að láta honum í té skrifstofuaðstöðu.
Samskipti við presta.
Markmið nýju stjómarinnar var frá upphafi að átta sig á stöðu sjóðsins og ástandi
prestssetra. Sent var út dreifibréf til allra presta í prestssetmm, þar sem óskað var eftir
skýrslu um ástand prestssetranna. Einnig var beðið um að prestar settu ffam óskir um
ffamkvæmdir og forgangsröðuðu þeim.
Það verður að segjast að vonbrigði urðu varðandi svörin, því einungis um helmingur
svaraði og að jafnaði þeir sömu sem þegar höfðu sent inn bæði munnlegar beiðnir og
skriflegar. Þessi bréfaskipti vom þó mjög gagnleg og er það ætlun stjómar að senda nú í
byrjun vetrar nýtt bréf þar sem skýrt verður ffá þeim framkvæmdum í viðhaldi og
nýbyggingum sem unnar hafa verið á þessu ári. Jafnframt er ætlunin að óska eftir því við
prófasta að þeir hafi milligöngu um skýrslugjöf um ástand prestssetra, eins og gert er ráð
fyrir í starfsreglum um Prestssetrasjóð.
Þá ber að geta þess að ekkert hefur gengið að semja við þá sex presta sem ólokið var
að gera haldsbréf við á síðasta ári og verður væntanlega að vísa þeim málum til annarra
stofnanna innan kirkjunnar til að ljúka þeim.
61