Gerðir kirkjuþings - 1999, Blaðsíða 86
17. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 17.
6. gr.
Starfsreglur þessar eru settar samkvæmt heimild í lögum nr. 78/1997, í 26. gr. og
59.gr. og skal taka þær til endurskoðunar eigi síðar en á kirkjuþingi 2001.
Greinargerð.
Drög að þessum starfsreglum eru unnar í framhaldi af fengnu áliti lögfræðinganna
Eiríks Tómassonar og Þorgeirs Örlygssonar frá 20. ágúst 1999 og er ætlað að skýra þá
ábyrgð, sem kirkjuráð ber fyrir kirkjuþingi, sbr. m.a. lög nr. 5/1970, 91 ./1987, 138/1993
og lög nr. 78/1997 og setja fram lágmarks starfsreglur þar að lútandi um störf kirkjuráðs.
Kostnaður við þessar starfsreglur ef samþykktar yrðu, myndu bæði kalla á
kostnaðarlækkun og hækkun, sem er nokkum vegin metin til jafns af flutningsmanni, sem
einnig er gert nánari grein fyrir í öðru máli.
Helstu skýringar við greinamar em eftirfarandi:
Um 1. gr.
Þarfhast ekki skýringar.
Um 2. gr.
Hér er fjallað um nýmæli í störfum kirkjuráðs, m.a. um að fundargerðir séu unnar
fýrr en verið hefur og sendar út til kirkjuþingsmanna, til þess að þeir séu betur upplýstir
um störf kirkjuráðs. Vegna stjómsýslulaga er ljóst að biskup þarf m.a. að víkja sæti í
málum, sem hann hefiir áður tekið ákvörðun um og koma til ákvörðunar kirkjuráðs og því
nauðsynlegt að setja reglur um hver taki sæti hans þá.
Um 3. gr.
Hér er fjallað um hverjir eigi rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt í
kirkjuráði. Hér em þau nauðsynlegu nýmæli að kveða á um fundarrétt forseta kirkjuþings
þegar fjallað er um málefni þingsins. Biskup beri ábyrgð á þeirri skilgreiningu, hvenær
þessir aðilar em boðaðir til kirkjuráðsfunda umffam það sem lög og aðrar starfsreglur
ákveða.
Um 4. gr.
Hér er um nýmæli að ræða, sem nauðsynlegt er að festa í starfsreglum að kirkjuráð
geti sett starfsreglur þegar bráða nauðsyn ber til, sem gildi fram að næsta kirkjuþingi eða
þar til nýjar starfsreglur um staðfestingu, breytingu eða brottfall hafa verið afgreiddar,
auglýstar og tekið gildi mánuði síðar.
Um 5. gr.
Hér er reynt að nálgast skilgreiningu um ábyrgð kirkjuráðs gagnvart kirkjuþingi, sem
hægt væri að láta reyna á, án þess að breyta lögum nr. 78/1997.
Þarfnast ekki skýringar.
Um 6. gr.
81