Gerðir kirkjuþings - 1999, Blaðsíða 129
dyrum að opna formlega, eins og ég sagði við setningu kirkjuþings, heimasíðu kirkjunnar
og hún er hugsuð sem samskiptanet alls starfsfólks kirkjunnar um leið og lögð verði drög
að því— og sú vinna er þegar í gangi — að gera allsheijargagnagrunn um kirkjuna á
lengra tímabili.
Fyrst í stað verður heimasíðan og Kirkjuvefurinn tiltölulega einfaldur
upplýsingamiðill og samskiptamiðill. Síðan þurfum við að þróa leið til þess að gera hann
að öflugri gagnrunni og upplýsingabanka. Ég held að við höfum afar góða fýrirmynd í
þessu, þ.e. vef Alþingis sem margir þekkja. Það er mjög auðvelt að komast þaðan inn á
brautir til ýmissa átta og ná þar ýmsum upplýsingum og gögnum.
Svo þurfum við að hugsa fýrir því, og það er næsta vers, hvemig við nýtum netið
sem boðmiðil, til boðunar og til ffæðslu, ekki bara um stofnunina heldur um inntakið. Það
er gífurlega mikilvægt og spennandi verkefni sem bíður okkar að takast á við, ekki
kannski fýrir áramót en svona upp úr því.
Fyrirspurn frá Ólafi Eggertssyni.
Eru til leiðbeinandi kurteisisreglur sem hafðar skulu í heiðri í kirkjunum? Sé svo hafa
þær þá verið kynntar sem skyldi? En ef engar slíkar reglur eru skráðar eða til, eru þá uppi
áform biskups eða kirkjuráðs um að bæta úr þeirri vöntun?
Svar biskups.
Ég þakka þessa spumingu. Ég held að ég geti svarað því í stuttu máli að engar slíkar
reglur em til sérstaklega um kirkju nema eins og fyrirspyijandi benti á, almennar
kurteisisvenjur, almennar venjur um virðingu og lotningu fyrir því sem heilagt er. Hitt er
annað mál, og ég get alveg tekið undir það sem Olafur segir, að við ættum að huga að því
hvort við eigum setja slíkar reglur. Við erum með reglur um umgengni við íslenska
fánann t.d.
Við höfum gengið út ffá því að hvert mannsbam viti það sem segir um kirkjuna:
„Hér er guðshús. Hér er hlið himinsins. Sannarlega er drottinn á þessum stað.‘‘ Það er
ekkert víst að svo sé nú og við horfumst í augu við að virðingarleysið veður uppi og við
höfum jafhvel, eins og Ólafur benti á, upplifað það á hátíðum í helgidómum þar sem allt
var í spariklæðum, að inn veður sveit sjónvarpstökumanna og fféttamanna með húfur á
hausnum ofan í augu og úlpuklæddir, vaðandi upp að altari og virðist vera sem hafhir yfir
allar venjulegar kurteisisvenjur því enginn mundi ryðjast með þeim hætti iim í
brúðkaupsveislu t.d.
Við þurfum að horfast í augu við að við lifum á tímum þar sem hefðir eru gjaman
vanvirtar og vaðið er yfir mörkin og þar þurfum við að hamla á móti. Hugsanlega gerum
við það með reglum. Umffam allt gerum við það með uppeldi og fordæmi og þar þurfum
við að berjast á mörgum vígstöðvum til þess að koma virðingu fyrir hinu heilaga, fýrir
helgidóminum og fyrir helgum athöfhum, á ffamfæri og inn í meðvitund fólks. Þetta er
sístætt verkefhi eins og allt uppeldi og mótun menningarinnar.
Við skulum huga að þessu með umgengnisreglumar, ljósar og skorinorðar, sem
hugsanlega gætu hangið uppi í kirkjunni undir þessu mottói: Staðurinn sem þú stendur á
er heilög jörð og honum hæfir ekkert nema lotning og virðing.
124