Gerðir kirkjuþings - 1999, Side 79

Gerðir kirkjuþings - 1999, Side 79
14. mál. 31. KIRKJUÞING. 1999. Þski. 14. e) Mannfjöldi í prestaköllum. Eðlilegt er að grunnviðmiðunin sé sú að prestaköll séu sem áþekkust að stærð hvað varðar mannfjölda enda um að ræða þjónustu við fólk - og telur biskupafundur að það sé eðlilegasta forsendan við skipulag þjónustunnar. Frá því má síðan gera frávik ef önnur sjónarmið þykja vega þyngra á metunum. Samkvæmt því er meginreglan sú að meðaltalsmannfjöldi í prestakalli eigi að vera u.þ.b. 2200 manns. Eins og fyrr segir þykir eðlileg viðmiðun að hámarksfjöldi í prestakalli sé 8000 manns í þéttbýli og má raunar nota þá sömu viðmiðun í dreifbýli, en ólíklegt er að á það reyni þar. í þéttbýli þjóni prestur að jafnaði eigi fleiri en 3000 manns. Sérstaklega sé unnið að því við fjölgun prestsembætta í þéttbýli að samningar séu gerðir við íjársterkar sóknir eða stofnanir um kostun embætta á móti þjóðkirkjunni. I 3. gr. laga nr. 62/1990, var miðað við 4000 manna markið en þar sagði: "Ráðherra er heimilt að ráða prest, sóknarpresti til aðstoðar í prestaköllum, þar sem íbúafjöldi er yfir 4.000 manns. í mannfærri prestaköllum hefur ráðherra sömu heimild ef sérstaklega stendur á. Nú fer íbúafjöldi yfir 8.000 manns og skal prestakallinu þá að jaíhaði skipt". Hins vegar er ljóst að lög nr. 78/1997 ganga út frá því að fjölgun í þjóðkirkjunni um 5000 manns leggur ríkisvaldinu þær skyldur á herðar að greiða eitt prestsembætti til viðbótar og svo koll af kolli. Verður samkvæmt því að setja það sem almenna viðmiðun að prestaköll eru 5000 manns. Enn má nefna, að sömu viðmiðun um hámarksfjölda sóknarbama má nota að því er varðar prestakall sem þjónar bæði dreifbýli og þéttbýli. Frá þessu geta verið undantekningar einkum í þéttbýli, þar sem mörg dæmi eru um fjölmennari prestaköll og er þá málið oftast leyst með þjónustu prests með sóknarpresti. Stundum er þetta leyst með þjónustu djákna, eða annars starfsfólks, t. d. þegar ráðið er fólk til að sinna bamastarfi. Jafhljóst er að frá meginreglunni um meðaltalsmannfjölda eru ýmsar nauðsynlegar undantekningar um fámennari prestaköll, t.d. ef víðfeðmi prestakalls er slíkt að erfitt reynist að uppfylla þessi skilyrði. Hafa ber í huga að ef skipulagið er þannig að færri íbúar em í einu prestakalli en öðm er einfaldlega verið að færa þjónustuþörfina yfir á annað prestakall eða önnur prestaköll sem getur aftur leitt til skertrar þjónustu þar. Erfitt er að segja nákvæmlega hver lágmarksviðmið eigi að vera í þessu sambandi og erfitt að rökstyðja ákveðinn mannfjölda. Biskupafundur leggur til þá stefnumörkun að prestakall sé eigi mannfærra en 1000 manns í dreifbýli, 2000 í þéttbýli og eigi mannfleira en 5000 manns. Ekki er beinlínis unnt að rökstyðja framangreinda tölu um lágmarksfjölda öðmvísi en svo að um er að ræða helmingslækkun frá meðaltali. Biskupafundur telur erfitt að réttlæta minni nýtingu heils prestsembættis nema alveg sérstök rök hnígi til annars. Er þessi viðmiðun lögð ffam sem tillaga að samkomulagi og stefnumörkun um hin almennu viðmið og vinnur biskupafundur eftir henni hér. Biskupafundur telur nauðsynlegt að kirkjuþing marki stefnu um það hvað eigi að vera almennt viðmið um lágmarks - og hámarksfjölda í prestakalli. 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.