Gerðir kirkjuþings - 1999, Side 79
14. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 14.
e) Mannfjöldi í prestaköllum.
Eðlilegt er að grunnviðmiðunin sé sú að prestaköll séu sem áþekkust að stærð hvað
varðar mannfjölda enda um að ræða þjónustu við fólk - og telur biskupafundur að það sé
eðlilegasta forsendan við skipulag þjónustunnar. Frá því má síðan gera frávik ef önnur
sjónarmið þykja vega þyngra á metunum. Samkvæmt því er meginreglan sú að
meðaltalsmannfjöldi í prestakalli eigi að vera u.þ.b. 2200 manns. Eins og fyrr segir þykir
eðlileg viðmiðun að hámarksfjöldi í prestakalli sé 8000 manns í þéttbýli og má raunar
nota þá sömu viðmiðun í dreifbýli, en ólíklegt er að á það reyni þar. í þéttbýli þjóni
prestur að jafnaði eigi fleiri en 3000 manns. Sérstaklega sé unnið að því við fjölgun
prestsembætta í þéttbýli að samningar séu gerðir við íjársterkar sóknir eða stofnanir um
kostun embætta á móti þjóðkirkjunni.
I 3. gr. laga nr. 62/1990, var miðað við 4000 manna markið en þar sagði:
"Ráðherra er heimilt að ráða prest, sóknarpresti til aðstoðar í prestaköllum, þar sem
íbúafjöldi er yfir 4.000 manns. í mannfærri prestaköllum hefur ráðherra sömu heimild ef
sérstaklega stendur á. Nú fer íbúafjöldi yfir 8.000 manns og skal prestakallinu þá að jaíhaði
skipt".
Hins vegar er ljóst að lög nr. 78/1997 ganga út frá því að fjölgun í
þjóðkirkjunni um 5000 manns leggur ríkisvaldinu þær skyldur á herðar að greiða
eitt prestsembætti til viðbótar og svo koll af kolli. Verður samkvæmt því að setja
það sem almenna viðmiðun að prestaköll eru 5000 manns.
Enn má nefna, að sömu viðmiðun um hámarksfjölda sóknarbama má nota að því er
varðar prestakall sem þjónar bæði dreifbýli og þéttbýli. Frá þessu geta verið
undantekningar einkum í þéttbýli, þar sem mörg dæmi eru um fjölmennari prestaköll og
er þá málið oftast leyst með þjónustu prests með sóknarpresti. Stundum er þetta leyst með
þjónustu djákna, eða annars starfsfólks, t. d. þegar ráðið er fólk til að sinna bamastarfi.
Jafhljóst er að frá meginreglunni um meðaltalsmannfjölda eru ýmsar nauðsynlegar
undantekningar um fámennari prestaköll, t.d. ef víðfeðmi prestakalls er slíkt að erfitt
reynist að uppfylla þessi skilyrði.
Hafa ber í huga að ef skipulagið er þannig að færri íbúar em í einu prestakalli en
öðm er einfaldlega verið að færa þjónustuþörfina yfir á annað prestakall eða önnur
prestaköll sem getur aftur leitt til skertrar þjónustu þar. Erfitt er að segja nákvæmlega
hver lágmarksviðmið eigi að vera í þessu sambandi og erfitt að rökstyðja ákveðinn
mannfjölda.
Biskupafundur leggur til þá stefnumörkun að prestakall sé eigi mannfærra en 1000
manns í dreifbýli, 2000 í þéttbýli og eigi mannfleira en 5000 manns. Ekki er beinlínis
unnt að rökstyðja framangreinda tölu um lágmarksfjölda öðmvísi en svo að um er að
ræða helmingslækkun frá meðaltali. Biskupafundur telur erfitt að réttlæta minni nýtingu
heils prestsembættis nema alveg sérstök rök hnígi til annars. Er þessi viðmiðun lögð ffam
sem tillaga að samkomulagi og stefnumörkun um hin almennu viðmið og vinnur
biskupafundur eftir henni hér.
Biskupafundur telur nauðsynlegt að kirkjuþing marki stefnu um það hvað eigi að
vera almennt viðmið um lágmarks - og hámarksfjölda í prestakalli.
75