Gerðir kirkjuþings - 1999, Blaðsíða 48
5. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þskj. 5.
framan. Lagt er til að biskupaftindur fylgist með tilrauninni og leggi fyrir kirkjuþing að
henni lokinni greinargerð um málið, sbr. 19. gr. 1. 78/1997 og ákvæði 4. gr. starfsreglna
þeirra sem þessar reglur taka til.
Lagt er til að aðrar breytingatillögur í máli þessu, verði sendar hlutaðeigandi
aðalsafnaðarfundum og héraðsfundum til umsagnar og öðrum réttum aðilum, sbr. 9. gr.
starfsreglna um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma nr. 731/1998 eftir því sem við
á. Þær verði teknar að því búnu til athugunar á biskupafundi árið 2000 undirbúnings
tillagna þar og ffamlagningar og umfjöllunar á kirkjuþingi árið 2000, ásamt öðrum
tillögum um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma, sem fram kunna að hafa komið
og hlotið hafa sams konar umfjöllun. Er hér miðað við þann farveg sem mál af þessu tagi
eiga að fara í, sbr. 3. gr. og tilvitnaða 9. gr. starfsreglna m. 731/1998.
Að því er varðar gildistöku á sameiningu Ames - og Hólmavíkurprestakalla, öðlist
sameining gildi við starfslok núverandi prests í Amesprestakalli, sameining Asa - og
Kirkjubæjarklaustursprestakalla öðlist gildi við starfslok núverandi prests í
Ásaprestakalli, sameining Bólstaðarhlíðar - og Skagastrandarprestakalla öðlist gildi við
starfslok núverandi sóknarprests í Bólstaðarhlíðarprestakalli og sameining Mælifells - og
Glaumbæjarprestakalla öðlist gildi við starfslok núverandi sóknarprests í
Mælifellsprestakalli.
Afgreiðsla.
Með þingskjali nr. 23 lagði kirkjuráð einnig fram tillögu að starfsreglum um breyting á
starfsreglum um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma nr. 731/1998.
Framsögumaður löggjafamefndar sr. Geir Waage gerði grein fyrir meðferð
nefndarinnar á báðum þessum málum. Nefndin lagði til þær breytingar á starfsreglunum
sem birtar em með 23. máli. Að öðm leyti lagði nefndin til að 5. mál yrði afgreitt með
eftirfarandi
ÁLYKTUN
Kirkjuþing 1999 beinir því til biskupafundar að leggja fram komnar
hugmyndir/tillögur um breytta skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma fyrir rétta
kirkjustjómaraðila samkvæmt ákvæðum starfsreglna um skipan sókna, prestakalla og
prófastsdæma, afla umsagnar þeirra og tillagna og leggja að breyttu breytanda ffam tillögur
fyrir næsta kirkjuþing.
Samþykkt samhljóða.
44