Gerðir kirkjuþings - 2006, Qupperneq 7
kærleiksþjónustu, og til bama og unglingastarfs og margskonar ffæðslu í
grundvallaratriðum trúarinnar, miðlun hinnar helgu sögu fagnaðarerindisins. Það mun
enginn gera nema við!
Barnið og aldarspegillinn
Málefni bama hafa verið í brennidepli, og er það vel. Ég þakka þeim Éölmörgu sem
hafa tekið upp hanskann íyrir bamið í okkar samfélagi.
Foreldrar ungra bama þurfa allan þann stuðning samfélagsins sem hugsast getur. Fáir
em reyndar eins tilbúnir að gefa sig alla í annarra þágu og þeir, fóma sér í þágu hins
veikburða og vamalausa. Ekkert hlutverk er göfugra en það. Það er svo sjaldan sem
ungir foreldrar, sem em gráti nær af þreytu, fái að heyra að það sem þeir gera fyrir bam
sitt sé Guði þóknanleg þjónusta. Sama er að segja um þau sem annast þá öldruðu og
fötluðu okkar á meðal! Þjónusta þess fólks er einatt lítils metin þegar kemur að því að
meta hana til launa. Það er sorglegur smánarblettur á samfélagi okkar. Hin kristna
þjónusta við lífið og náungann gerist alla jafha og yfirleitt í hversdeginum, í hinu
venjulega, mun sjaldnar í því óvenjulega, í hetjudáðum og stórmerkjum.
Sagt hefur verið frá því í fréttum að rannsóknir leiði í ljós að um það bil 10 af hundraði
bama á Islandi þurfi einhvem tíma á aðstoð að halda vegna tilfinningalegrar vanlíðunar
og stór hluti þar af þurfi sérfræðiaðstoð af þeim sökum. Ástæða er til að hafa áhyggjur
af þessu og því að svonefnd tilfinningaleg vanræksla fari vaxandi, og sem leiðir til þess
að mörg böm missi löngun til að lifa. Það virðast svo margir munaðarlausir mitt í öllum
munaðinum. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur eins og faraldur á Vesturlöndum.
Og eins er um þunglyndi meðal unglinga. Þama birtist dapurlegur aldaspegill. Og hvað
er til ráða?
Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna hefur nýlega verið kynnt skýrsla um ofbeldi gegn
bömum. Þar er dregin upp afar skelfileg mynd af aðstæðum bama í heiminum. Þar
birtist ofbeldi í mynd nauðgana, í vinnuþrælkun, vanrækslu, pyntingum, misnotkun,
mismunun, og svonefndum heiðurs- eða æmmorðum. Um tvær milljónir bama munu
hafa verið þvinguð til vændis eða annars athæfis sem tengist klámiðnaðinum. Fullyrt er
að 1.2 milljónir bama hafi verið fómarlömb mansals.
Hinn hnattvæddi klámiðnaður er staðreynd hér á íslandi. Og mansal teygir anga sína
hingað, liður í alþjóðlegri glæpastarfsemi sem veltir milljörðum og þar sem einskis er
svifist. Vændi er útbreiddara hér en flesta gmnar. Stundum er látið sem það sé eðlilegur
þáttur menningar og viðskipta. Nei, kaup á vændi er alltaf ofbeldi og óhæfa,
kvenfýrirlitning og niðurlæging. Og að ímynda sér að það skuli viðgangast á íslandi
að siðlausir sóðakarlar skuli kaupa ungar stúlkur frá fátækum löndum og halda þeim hér
sem þrælum, eins og vitnast hefur, það er þjóðarskömm.
Klámvæðingin og kynlífsdýrkunin og kynlífsfíknin, sem setur æ víðar mark sitt á
menninguna, og enginn er óhultur fýrir brenglar siðvitund, ekki síst hinna ungu og
ístöðulausu.
5