Gerðir kirkjuþings - 2006, Blaðsíða 9
Þjóðkirkjan vill virða uppeldisrétt foreldra varðandi trúaruppeldi bama sinna.
Þjóðkirkjan vill líka virða rétt bama til andlegs þroska, þar með talið trúar. Og eins vill
kirkjan virða rétt þeirra foreldra sem vilja að böm þeirra verði fyrir trúarlegum áhrifum
og leita stuðnings til þess. Hvemig er hægt að mæta þessum andstæðu viðhorfúm og
stuðla að gagnkvæmri virðingu?
Eg þakka allt gott samstarf kirkju og skóla og kennarasamtaka. Ég hvet presta og
forystufólk sóknanna, foreldra, og alla aðra sem láta sig kristinn sið varða, til árvekni
gagnvart stöðu kristindómsfræðslunnar í gmnnskólunum. í formála að Aðalnámskrá
gmnnskóla 1999, ritar þáverandi menntamálaráðherra, Bjöm Bjamason,: „Skólamir
hafa vaxið úr jarðvegi kristninnar og þær rætur mega aldrei slitna.“ Ég vil ítreka og
undirstrika þau orð og minna okkur á að það hvílir ekki síst mikil ábyrgð á kirkjunni að
þekkja sinn vitjunartíma í þessum efhum, aimars slitna þessar rætur.
Afl lækningar og heilsu
Trúarbrögðin gegna mikilvægu hlutverki í mannlegu samfélagi. Og ég er sannfærður
um að trúin getur verið ómetanlegt afl til lækningar og heilsu heiminum okkar. Ef áhrif
mildi og miskunnsemi fá að komast að og ráða for. Án slíkrar trúar er mannkyn
vamalaust gegn öflum sem álíta að máttur og megin mannsins eigi að ráða, og að réttur,
réttlæti og sannleikur sé á bandi hins auðuga og volduga. Við, kristið fólk, kristið
samfélag, þurfúm að styrkjast í þeirri heilbrigðu, vonbjörtu, heilnæmu trú sem
lausnarinn kennir og gefúr. Það er trú sem læknar og leysir líf og heim.
Æðsti yfirmaður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Alexy patriarki Moskvu og alls
Rússlands, bauð mér að sitja heimsráðstefnu trúarleiðtoga í Moskvu sem haldin var í
sumar. Ráðstefnuna sátu um eitt hundrað fúlltrúar frá um fimmtíu löndum. Þama komu
að sama borði leiðtogar helstu kristinna kirkna heims, og Islam, Gyðinga, Búddista og
Hindúa. Asamt mér sat ráðstefnuna Bjami Randver Sigurvinsson, guðfræðingur
sérfræðingur í málefnum þvertrúarlegra samskipta.
I lokaályktun ráðstefiiunnar segir: “Við trúum því að trú sé manninum eðlislæg. Allt frá
upphafi hefúr trú leikið lykilhlutverk í þróun hugsunar, menningar, siðgæðis og
samfélags í heiminum. Með vaxandi þætti trúar í samfélögum samtímans viljum við að
trúarbrögðin verði áfram traustur grundvöllur fiiðar og samtals milli siðmenninga í stað
þess að vera notuð sem uppspretta andstöðu og átaka...”
I yfirlýsingunni em hryðjuverk fordæmd, sem og hvers konar ofbeldi í nafhi trúar. Eins
er hvatt til þess að stjómvöld, trúarbrögðin og viðskiptasamfélagið taki höndum saman í
umhverfismálum. Hvatt er til virðingar fyrir lífinu og samstöðu í baráttu gegn mansali
og hvers konar mannfyrirlitningu. Kallað er eftir auknum stuðningi við fjölskyldur með
böm og lýst er áhyggjum yfir stöðu mála kvenna og bama víða um heim. í ljósi
manngildis hugsjóna trúarbragðanna sé brýnt að gefa gaum að því hvemig efla má
sérhveija manneskju, konur, böm, aldraðra og fatlaða til að njóta sín að veija þau gegn
hvers konar ofbeldi og misbeitingu. Það sé brýnt og sameiginlegt verkefhi stjómvalda,
samfélags og trúarsamfélaganna.
7