Gerðir kirkjuþings - 2006, Síða 15
ættu að liggja skýrt fyrir, því að frumvarpið um breytingar á kirkjugarðslögunum kom
fram á síðastliðnum vetri, svo að við höfum haft góðan tíma til að ræða þetta og kynna.
Síðan eru önnur álitamál. Eins og þið vitið þá hefur Ásatrúarsöfnuðurinn stefnt mér og
ríkinu út af greiðslum til slíkra safnaða sem eru utan þjóðkirkjunnar. Það mál hefur sinn
gang. Við höfum lagt fram greinargerðir sem öllum eru aðgengilegar, sem áhuga hafa á
því máli. Ef það kemur til með að hrófla við hinu víðtæka og góða samkomulagi sem
við höfum gert milli ríkis og kirkju og bættum enn við í gær, þá er það viðfangsefni
sem við þurfum að líta til, en ég trúi ekki öðru en allt það sem við erum að gera, á
þessum vettvangi, standist kröfur stjómarskrárinnar, en eins og þið vitið þá á
Hæstiréttur síðasta orðið um það. Við verðum að fylgjast með því og mikilvægt er að
öll góð málefnaleg rök séu höfð ffammi, í því efni.
Síðan hefur verið leitað til umboðsmanns Alþingis, eins og þið vitið, varðandi
fermingargjöldin. Eg er þeirrar skoðunar að álit umboðsmanns Alþingis sé ekki þess
eðlis að það þurfí 1 sjálfu sér að bregðast við með róttækum hætti. Ég tel að það sem
hann er að fara fram á sé að menn átti sig á því hvemig grundvöllur fyrir þessa
gjaldtöku var ákveðinn með lögum, ffá 1931, sé í raun og vem beiðni um að gera
eitthvað sem er ómögulegt, þannig að við þurfum að færa góð rök fyrir þessu
sjónarmiði. Ég hef sagt þegar menn koma til mín og rætt það hvort þetta ætti ekki að
fara inn í greiðslu til presta, sé það hægt, án þess að hrófla við samkomulaginu ffá
1996, þá er það eitt, en ef það leiðir til þess að það þarf að taka þetta samkomulagt allt
upp, tel ég betur heima setið, en af stað farið í því máli. En þetta em álitamálin. En
kirkjan er að sjálfsöguðu undir landslög sett og þarf að bregðast við áliti umboðsmanns
og öðrum sjónarmiðum er koma ffam, varðandi slíka þætti. En mér finnst sjálfsagt að
vinna úr því með málefnalegum og skýmm rökum og eitt er víst að kirkjan hefur
málstaðinn með sér, hinn kristna málstað og allt sitt starf í 1000 ár, hér í þessu landi og
ég vona svo sannarlega að hún haldi áffam að dafna og vaxa og innviðir hennar að
styrkjast og tel að við höfum á undanfömum ámm átt gott samstarf. í þeim anda óska
ég kirkjuþingi alls góðs með sín störf.
13