Gerðir kirkjuþings - 2006, Síða 17
loft, verður hins vegar aðeins beitt um þá, sem sambærilegir mega teljast. Staða
þjóðkirkjunnar er einstök, bæði sögulega og í lagaskilningi, og verður að engu leyti
jafiiað til stöðu annarra trúfélaga, sem ríkisvaldið tryggir fullt ffelsi til athafna og
skoðana. Það er að mínum dómi fullkomið samræmi í þeirri afstöðu
stjómarskrárgjafans að tryggja annars vegar fullt trúfrelsi í landinu og tengja á hinn
bóginn þjóðkirkjuna við ríkisheildina á sögulegum og guðfræðilegum grunni. Það er
fagnaðarefiii, að núverandi kirkjumálaráðherra hefur verið einarður í þessari afstöðu,
eins og meðal annars má lesa um í frásögnum Árbókar kirkjunnar af Kirkjuþingum
undanfarin ár. Eg vænti þess, að kirkjunnar menn láti ekki á sér bilbug finna um það, að
þjóðkirkjan eigi sér réttmæta stoð í íslensku samfélagi um leið og hún leitar aukins
sjálfstæðis og sjálffæðis um innri málefhi sín.
Það má segja, að einmitt vegna stöðu þjóðkirkjunnar meðal annarra trúfélaga í landinu
séu gerðar ríkar kröfur til hennar um að leita sátta og sanngimi í erfiðum
úrlausnarefnum á tilfinningasviði. Þar ber hæst um þessar mundir ákall samkynhneigðra
um jafna stöðu og jafha virðingu á við önnur sóknarböm þjóðkirkjunnar. Um jafna
virðingu ætti enginn að velkjast í vafa - þar hvorki getur þjóðkirkjan né vill nokkum
greinarmun á gera. Um stöðu gagnvart samvistum samkynhneigðs fólks og aðferðum til
að innsigla þær fyrir augliti Guðs gegnir af eðlilegum ástæðum nokkuð öðm máli. Þar
er þjóðkirkjan ekki komin á leiðarenda en þó miðar áffam hægt og örugglega. Mér er
ljós sá guðffæðilegi vandi, sem þjóðkirkjan á við að etja gagnvart skilgreiningu
hjónbands og hjónavígslu, en hvorttveggja á rætur bæði í veraldlegum rétti og
kirkjulegri afstöðu. Á því leikur hins vegar ekki vafi að mínum dómi, að ráði virðing og
tillitssemi för í allri umræðu og samskiptum eiga farsælar lyktir að geta náðst í þessu
efiii í góðri samvinnu við talsmenn þeirra, sem málið varðar, og í ljósi boðskapar Krists,
er hann stappaði stáli í lærisveina sína á elleftu stundu og sagði: „Hjarta yðar skelfist
ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi foður míns eru margar vistarverur.“ (Jóh. 14.1-
2.)
Góðir þingfulltrúar.
Við göngum nú til dagskrár og viðamikilla verkefna, sem bíða þessa Kirkjuþings.
Gerum það í eindrægni og af einlægum vilja til að styrkja kristni í landinu og stöðu
þjóðkirkjunnar í samfélaginu.
15